Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 23
23
„Við erum á eftir í skipa-
kostinum og getum sagt að
getuna sem við höfum byggt
upp í tæknivæddum vinnsl-
um í landi sé ekki hægt að
nýta af fullum þunga nema
búa skipin betur út. Mörg
skipanna okkar hafa verið
endurbyggð og búin út með
kælikerfum en þau væru
hönnuð öðruvísi, bæði hvað
varðar lestafyrirkomulag og
fleira, ef þau væru smíðuð frá
grunni í dag. Ég met það því
svo að nú sé komið að þeim
kafla í uppsjávarhluta sjávar-
útvegsins hér á landi að
nauðsynlegt sé að byggja ný
og betur búin skip.“
Styrkur í samspili mjölvinnslu
og frystingar
Stærstur hluti loðnuaflans
sem Síldarvinnslan vinnur úr
fer í mjölverksmiðjur fyrirtæk-
isins á Neskaupstað, Seyðis-
firði og í Helguvík. Jón Már
segir langa reynslu sýna
hversu mikill ávinningur sé
að því að fyrirtæki hafi með
þessum hætti marga valkosti í
vinnslu aflans á sömu hendi.
Geti þannig stýrt aflanum í
þá vinnslu þar sem hag-
kvæmnin er mest hverju
sinni. Unnið með öðrum orð-
um hluta aflans í mjöl á sama
tíma og annað fer í frystingu.
„Þetta er til dæmis frá-
brugðið því sem við sjáum í
Noregi þar sem menn flytja
jafnvel hráefni milli lands-
hluta frá uppsjávarvinnslu að
mjölverksmiðju. Samspilið og
nálægðin sem við höfum
byggt upp hér á landi milli
uppsjávarfrystihúsanna og
mjölverksmiðjanna er nánast
hvergi til í Noregi. Þetta er
hluti af þeirri hugmyndafræði
sem er lykillinn í sjávarútvegi
á Íslandi, að ná að vinna úr
miklum afla á skömmum tíma
þegar á þarf að halda en
tryggja um leið hámarks gæði
og um leið hámarks afrakstur
fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið.
Í þessu liggur einn af styrk-
leikum uppsjávarvinnslunnar
í dag,“ segir Jón Már.
F I S K V I N N S L A
Jón Már Jónsson við líkanið af Beiti á skrifstofu SVN. Hann var áður vélstjóri á þessu skipi.