Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 31
31 S T J Ó R N F I S K V E I Ð A Í vinnslu og útflutningi á íslenskum fiski eru ótal tækifæri til nýsköpunar og aukningnar verðmæta. Rannsóknar- og þróunarverkefni Matís snúa að allri virðiskeðjunni, allt frá hráefni að endastöðinni - borði neytandans. Okkar hlutverk er að tryggja gæðin sem best en um leið vinnum við að því að gera góðan íslenskan fisk að enn betri vöru. Og um leið verðmætari! Fiskur er ekki bara fiskur! Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um- hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu www.matis.is eðlilegri verðmyndun og nægjanlegum sveigjanleika. „Framsal aflahlutdeilda er bundið við gildistíma (20 ár) upphafsnýtingarleyfa og tak- markað með skýrum ákvæð- um. Framlengist nýtingarleyfi breytast þau í „hrein“ nýting- arleyfi, þ.e. framsal þeirra er ekki heimilt. Við framsal afla- hlutdeildar, á 20 ára tíma- bilinu, nýtur ríkið 3% heim- fallsréttar af hlutdeildinni, sem er ráðstafað í flokk 2. Allt framsal aflamarks (leiga - leyfileg veiði innan ársins) fer fram á opinberu kvótaþingi sem verður endurvakið. Gild- ir það bæði um það aflamark sem ríkið leigir út (flokkur 2) og um framsal útgerða (flokkur 1) á aflamarki. Fram- sal útgerða á aflamarki eru settar verulegar skorður með því að skilyrða framsalið við áunna veiðireynslu. Með þessu er tryggt að handhafi nýtingarleyfis stundi fisk- veiðar á grunni þess í stað þess að fénýta það í stórum stíl með öðrum hætti,“ en frumvarpið gerir ráð fyrir að í flokk 2, þ.e. til kvótaþings, lí- nuívilnunar, rækjubóta, skel- bóta og byggðakvóta renni 32 þúsund þorskígildistonn. Heimilt verður að skilyrða hluta af aflaheimildum ríkis- ins til útleigu við ákveðin svæði sem standa veikt og/ eða hafa glatað miklu af sín- um heimildum. Strandveiðar verða með óbreyttu sniði en stefnt verð- ur að því að draga úr rækju- og skelbótum og byggða- kvóta til þess að geta byrjað með eins stóran leigupott og mögulegt er. Opnað verður á þann möguleika að veita nýliðum leyfi. Frá og með fiskveiði- árinu 2015-2016 verðuur heimilt að ráðstafa tilteknu magni aflahlutdeilda sem rík- ið hefur yfir að ráða sam- kvæmt flokki 2, til að stuðla að nýliðun með útgáfu nýrra nýtingarleyfa. Verða þá slík nýliðunarleyfi annað hvort boðin út eða úthlutun þeirra bundin svæðum sem hallað hefur á í atvinnu- og byggða- legu tilliti. Allir sem eignast aflahlutdeild eiga rétt á nýt- ingarsamningum. Meta veiðigjöld til 20 milljarða árstekna Veiðigjöld verða tvískipt, annars vegar grunngjald sem allir greiða 8 kr. fyrir þorsk- ígildiskíló og hins vegar sér- stakt veiðigjald, sem verður tengt áætlaðri rentu hvers árs og skilar þjóðinni réttmætri auðlindarentu. Sérstaka gjald- inu er skipt eftir afkomu bol- fiskveiða annars vegar og uppsjávarveiða hins vegar og tekur það á rentu bæði í veiðum og vinnslu þótt það sé eingöngu lagt á veiðarnar. Grunngjaldið er hugsað til að standa undir stofnunum ríkis- ins við stjórn fiskveiða. „Sérstaka gjaldið mun skila ríkissjóði verulega auknum tekjum miðað við núverandi afkomu í sjávarútvegi sem er afar góð. Hið sérstaka gjald er mjög næmt fyrir afkomu greinarinnar og því sveiflast það í takt við gengi hennar. Veiði- og sérstaka veiðigjald- ið mun renna óskipt í ríkis- sjóð. Áætlað er að veiðigjald- ið skili ríkissjóði 18 til 20 milljörðum kr. árlega á næstu þremur árum en að frádregn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.