Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 33
33 R A N N S Ó K N I R Nýlokið er athyglisverðri Evrópu rannsókn á laxi sem staðið hefur frá árinu 2009. Verkefnið bar yfirskriftina SALSEA-Merge og var Matís meðal rannsóknaraðila í því. Áhugi er fyrir að byggja nýtt verkefni í Norður-Ameríku og á Grænlandi á sömu hug- myndafræði og reynslu en í þessum rannsóknum er aflað aukinnar vitneskju um laxa- stofna sem ganga í ár og um hafsvæði. „Verkefnið gekk út á að erfðagreina laxa á öllu út- breiðslusvæðinu í Evrópu, allt frá Norður-Spáni í suðri til Ís- lands og Rússlands í norðri. Í heild voru greind sýni úr 26.813 laxfiskum úr 284 ám á þessu heimssvæði. Þannig kortlögðum við stofnana í án- um, greindum mismunandi erfðafræðilegar einingar sem gaf okkur betri mynd af erfðafræðilegum mun laxa- stofnanna á svæðinu,“ segir Kristinn Ólafsson, sérfræðing- ur í erfða- og líftækni hjá Matís, sem hafði með hönd- um erfðagreiningar sýna úr íslenskum ám. „Einn helsti hvatinn að þessu verkefni er staða laxa- stofna syðst á þessu svæði, þ.e. á Spáni og þar í kring. Vegna loftslagsbreytinga er laxastofninn þarna í hættu en auk þess er mjög mörgum spurningum um laxinn ósvar- að, m.a. hvað gerist þegar laxinn gengur úr ánum til sjávar og hvað veldur aukinni dánartíðni þar.“ Þátttakendur í verkefninu voru rannsóknarstofnanir líkt og Matís, háskólar og stofn- anir sem annast veiðistjórnun á laxi. Auk Matís frá Íslandi tók Veiðimálastofnun einnig þátt í Salsea-Merge verk- efninu. „Með úrvinnslu þessara sýna varð til mjög stór gagna- banki sem gefur mynd af laxastofnunum og samanburð á þeim. Til að fá sem skýrasta mynd af samanburði komum við okkur saman um 14 erfðamörk sem allir greindu á sama hátt. Með þennan mikla fjölda sýna og gagnagrunninn sem orðinn er til við úr- vinnslu þeirra hafa nú opnast möguleikar til að taka laxfisk í sjó og greina hvaðan hann er upprunninn. Þetta hefur verið sannreynt nú þegar og gefur okkur hugmynd um hvernig laxinn hagar sér þeg- ar hann gengur í sjó. Vissu- lega erum við ekki komin með tæki sem gefur svar við öllum okkar spurningum en samt sem áður gefur þetta okkur skýrari mynd en við höfðum áður,“ segir Kristinn. Þar sem veiðar á laxi í sjó eru ekki leyfðar hér við land hefur Fiskistofa tekið sýni úr laxi sem veiðist sem meðafli í makrílveiðum. Á þennan hátt segir Kristinn að stóra rann- sóknin nýtist til að fá skýrari mynd af háttalagi laxanna í íslensku ánum. „Við vonumst eftir þátt- töku í sams konar verkefni sem verður vonandi að veru- leika í Norður-Ameríku og á Grænlandi. Ef af því verður fæst mynd af öllu því svæði sem Norður-Atlantshafslaxinn er á. Verkefnið yrði þá unnið með sama hætti og í Evrópu, þ.e. að grunnvinna verður hafin með sýnum og erfða- greiningu á fiskum úr ám og í kjölfarið færi fram greining á sýnum úr fiskum í sjó,“ segir Kristinn. Sýni og gagnagrunnur gera að verkum að hægt er að greina hvaðan lax er upprunninn. Erfðafræði beitt í rannsóknum á Norður-Atlantshaflaxi Kristinn Ólafsson, sérfræðingur í erfða- og líftækni hjá Matís.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.