Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 36
36 fiskvinnslu- og útgerðarfyrir- tækjum og nýtum okkur þau tengsl til að sækja fram. Og hér er allt undir - hráefnið allt frá veiðum til vinnslu,“ segir Kristján. Hér er jarðvegur fyrir þróunarstarf Kristján segir að um margt sé sjávarútvegurinn á Íslandi góður vettvangur til þróunar- starfs. Áhugi sé til staðar hjá fyrirtækjunum til þátttöku í þessu starfi, öflug fyrirtæki hafi á einni hendi bæði veiðar og vinnslu og það atriði sé mikils virði til að ná þeirri samfellu í rannsóknarstarfið sem vinna Marel snýst um. „Þetta umhverfi er okkur afar dýrmætt og það er hagkvæmt fyrirkomulag að stór fyrirtæki í greininni hafi á sömu hendi bæði veiðar og vinnslu. Ég treysti mér til að spá því að takist okkur það ætlunarverk að leysa beinhreinsun á fisk- flökum á þann hátt sem ég lýsti áðan þá erum við að tala um skref sem er stærra en það sem Marel steig með ís- lenskum fiskiðnaði þegar flæðilínurnar komu fram,“ segir Kristján og segir hollt að horfa til Noregs. Sú vegferð sem Norðmenn eru nú í sé víti til varnaðar. „Svartsýnustu spámenn þar í landi fullyrða að þar geti hvítfiskvinnslan lagst af á tveimur árum vegna hins mikla útflutnings á óunnum fiski, sér í lagi til Kína. Hvað sem um það má segja þá er- um við hér heima í nokkuð annarri stöðu. Þar hjálpar krónan okkur en svo er hitt að fiskvinnsla hér á Íslandi er einfaldlega betur rekin en í Noregi. Virðishugsun er meiri hér á Íslandi og við stöndum tæknilega framar. Hér hafa menn verið tilbúnir í vinnsl- unni til að ræða hvað gera þarf á sama tíma og Norð- menn hafa lokað sig meira af.“ Æskilegt að sjá ný vinnsluhús rísa Engum dylst að í sjávarútvegi hafa fjárfestingar verið litlar síðustu árin og Kristján segir Marel, líkt og önnur þjónustu- fyrirtæki skynja það. Skipin hafa elst og sama er að segja um vinnslurnar. Í mörgum til- fellum eru þær reknar í hús- um sem eru komin mjög til ára sinna, gjarnan marg við- byggð hús. „Þróunarstarf okkar getur lagt lóð á vogarskálarnar til að fyrirtækin sjái sér hag í að byggja ný hús og þróa vinnsl- unar þannig frá grunni í kringum þessa nýju fram- leiðslutækni sem við horfum til. Til að fullnýta tæknina, ná bestu hráefnismeðhöndlun- inni og hámarka gæðin getur í mörgum tilfellum verið nauðsynlegt að byggja ný hús frá grunni þar sem öll hönn- un er út frá vinnslutækninni. Þetta er því ein hlið enn á þeim áhugaverðu tímum sem að okkar mati eru framundan fyrir íslenska bolfiskvinnslu,“ segir Kristján Hallvarðsson hjá Marel. F I S K V I N N S L A N Straumhvörf urðu í bolfiskvinnslunni með tilkomu flæðilínanna frá Marel. Ný bein- hreinsunartækni sem fyrirtækið undirbýr nú gæti orðið jafnvel enn stærra framþróunarskref.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.