Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 40

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 40
40 „Margir matvælaframleiðend- ur velja þá leið að kaupa gæðahandbækur af ráðgjafa og telja sig þannig hafa upp- fyllt kröfuna um virkt innra eftirlit. Þetta er mikill mis- skilningur því gæðahandbókin sem slík gerir ekkert annað en lýsa gæðakefinu, sem er gagnlaust nema því sé komið í framkvæmd. Af þessum sök- um ákvað Frumherji að bjóða nýja leið við ráðgjöf á þessu sviði en það er uppsetning gæðakerfis sem fylgt er eftir með samningi um útvistun gæðastjóra,“ segir Róbert Hlöðversson, sviðsstjóri mat- vælasviðs Frumherja. Róbert segir að nú þegar hafi fjöldi matvælaframleið- anda gert sér grein fyrir að útvistunarsamningur um störf gæðastjóra sé hagkvæm og skilvirk leið til að koma gæðamálum fyrirtækisins í réttan farveg. Samningurinn byggi á því að ráðgjafi Frum- herja skrifi gæðahandbók fyr- ir fyrirtækið í náinni sam- vinnum við stjórnendur. Þeg- ar frumgerð gæðahandbókar- innar er lokið hefjist næsta skerf; sem er að koma gæða- kerfinu í framkvæmd. Mikil- vægasti þátturinn í því er að kynna gæðakerfið fyrir starfs- fólki og aðstoða það við að komast í gang með skráning- ar og annað. „Þegar kerfið er farið að virka er mikilvægt að því sé viðhaldið og því er stöðug eftirfylgni nauðsynleg. Ráð- gjafi Frumherja heimsækir því fyrirtækið reglulega og fylgist með hvort unnið sé sam- kvæmt gæðahandbókinni á öllum sviðum. Framleiðand- inn getur valið sjálfur hve tíð- ar heimsóknir hann kýs að fá. Í mörgum tilfellum er um mánaðarlegar heimsóknir að ræða, en einnig eru til dæmi um að framleiðandi kjósi að fá ráðgjafann vikulega í heim- sókn. Í þessum heimsóknum fer ráðgjafinn yfir hvort verið sé að vinna eftir gæðakerfinu í einu og öllu. Hann skoðar skráningar og hvort gripið sé til úrbóta ef farið er fram úr viðmiðunarmörkum. Hann fylgist með hvort starfsfólk sé að fara eftir umgengnisregl- urm t,d. varðandi handþvott, notkun hlífðarfatnaðar o.fl. Verði hann var við að starfs- Góður kostur að útvista störfum gæðastjóra - segir Róbert Hlöðversson, sviðsstjóri matvælasviðs Frumherja „Ávinningur framleiðandans af útvistun gæðastjóra felst m.a. í því að hann þarf ekki að fastráða sérhæfðan starfsmann til að sinna þessum málaflokki, en getur samt tryggt faglega umsjón með gæðakerfi fyrirtækisins,“ segir Róbert. F I S K V I N N S L A N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.