Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 37
37
Óskar Ólafur Hauksson
hefur hug á að nýta nám
sitt í Véltækniskólanum til
starfs í olíuvinnslu:
Býr sig
undir
Dreka-
svæðið!
Véltækniskólinn býður upp á
fjórar leiðir til vélstjórarétt-
inda og námið getur verið frá
tveimur og allt upp í fimm ár
eftir því að hverju er stefnt.
Þetta er fjölbreytt nám sem
veitir réttindi til atvinnu á
skipum af öllum stærðum og
gerðum, hvort heldur er við
fiskveiðar, flutninga eða á
stærstu farþegaskipum. Vél-
stjórar og vélfræðingar starfa
einnig í orkuverum, stóriðju, á
verkstæðum og víðar þar sem
gerðar eru kröfur um mikla
færni og þekkingu á vél- og
tæknibúnaði.
Óskar Ólafur Hauksson er
að ljúka námi frá Véltækni-
skólanum í vor og er fullur
tilhlökkunar yfir því að reyna
fyrir sér á atvinnumarkaðn-
um. Þessi 25 ára Hafnfirðing-
ur fór þó kannski ekki beint
hefðbundna leið í vélstjórnar-
námið. Skellti sér fyrst í
Menntaskólann í Reykjavík
og útskrifaðist þaðan fyrir
fjórum árum. Án mennta-
skólagrunnsins hefði hann
þurft fimm ár til að ljúka
náminu í Tækniskólanum en
klárar hann fyrir vikið á fjór-
um. En af hverju þessa leið?
„Ég var ekki búinn að gera
upp við mig hvað mig lang-
aði að læra þegar ég skráði
mig í nám í MR. Eftir á að
hyggja tel ég mig búa að
mjög góðum grunni eftir
námið þar og svo hér, annars
vegar afar fræðilegt nám og
svo hins vegar nám sem
byggir á verkþekkingu,“ segir
Óskar Ólafur. En hvert stefnir
hugurinn?
Stefnir á starf við olíuvinnslu
„Ég stefni á að komast að í
olíuvinnslu, annað hvort und-
an ströndum Noregs eða
Skotlands. Ef ekki, þá eitt-
hvað annað sem tengist olíu-
iðnaðinum. Auðvitað vonar
maður svo að eitthvað fari að
gerast á Drekasvæðinu. Þá er
ég maðurinn. Gangi það ekki
eftir hef ég engar áhyggjur.
Þetta svo fjölbreytt nám sem
við höfum farið í gegnum að
ég óttast það nú eiginlega
minnst að fá ekki vinnu. Það
er alltaf þörf fyrir vélstjóra í
hinum fjölbreytilegustu at-
vinnugreinum,“ segir hann.
Óskar Ólafur útskrifast í
vor ásamt vel á þriðja tug
nemenda. Hann er ánægður
með námið og segir það í
senn skemmtilegt og krefj-
andi og kennarana færa. Alls
er námið 208 einingar en til
samanburðar er nám til stúd-
entsprófs 140 einingar. Þrátt
fyrir að hafa setið á skóla-
bekk sleitulítið megnið af æv-
inni útilokar Hafnfirðingurinn
ungi ekki að halda áfram eftir
eitthvert hlé. „Hugurinn
stendur til náms í tæknifræði
eða vélaverkfræði en fyrst er
að ljúka þessu.“
Óskar Ólafur brosir breitt enda sér hann fyrir endann á löngu námi og hlakkar til að takast á við raunveruleikann utan veggja skólans. Stefnan er sett á starf við olíu-
vinnslu.
www.isfell.is
Hnífar og brýni
í miklu úrvali
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
V É L T Æ K N I N Á M