Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 46

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 46
46 F R É T T I R K R O S S G Á T A Nýir starfsmenn í vöruþróun hjá Marel Kristín Anna Þórarinsdóttir og Kristín Líf Valtýsdóttir hafa verið ráðnar til starfa hjá Marel í Garðabæ þar sem iðn- aðarsetur fyrir þróun og fram- leiðslu á hátæknibúnaði fyrir fiskiðnaðinn er staðsett. Kristín Líf er vélaverkfræð- ingur og Kristín Anna er mat- vælafræðingur. Báðar munu þær taka þátt í rannsóknar- verkefnum er snúa að lausn- um fyrir sjávarútveg. Eins og fram kemur í viðtali hér í blaðinu við Kristján Hall- varðsson, framkvæmdastjóra vöruþróunar Marel, vinnur fyrirtækið m.a. að rannsókn- arverkefni í samstarfi við Mat- ís, Norway Seafoods, Faroe Origin og Sintef þar sem unn- ið er að þróun á búnaði fyrir beinhreinsun. Marel hyggst þróa tækni og búnað til þess að ná beingarði úr fiskflökum með hálfsjálfvirkum eða als- jálfvirkum hætti. Marel hefur frá upphafi verið leiðandi afl í þróun á hátæknibúnaði fyrir íslenskan sjávarútveg. Marel leggur mikla áherslu á vöruþróun í starfsemi sinni og fjárfestir í þeim tilgangi sem samsvarar um 6% af tekjum félagsins á ári hverju. Marel vinnur að nýsköpun og þróun í nánu samstarfi við viðskiptavini sína í fiskiðnaði. Marel býður upp á úrval háþróaðra tækja og hugbúnaðar, og samþætt heildarkerfi sem henta á öll- um helstu sviðum fiskvinnslu ásamt lausnum sem eru sér- sniðnar að þörfum viðskipta- vina. „Við erum ánægð að fá nýja starfsmenn til liðs við okkur í vöruþróun enda mörg spennandi verkefni í gangi. Um 15% af veltu Marel kemur frá sölu og þjónustu við fiskiðnaðinn og Marel er leiðandi á sínu sviði í heimin- um. Undirstaða velgengi Mar- el er stöðug áhersla á vöru- þróun og samstarf við við- skiptavinina. Á sínum tíma var Marel stofnað til að auka framleiðni í sjávarútvegi og það er markmið okkar ennþá,“ segir Kristján Hall- varðsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar Marel. Kristín Anna mun starfa sem matvælafræðingur í rannsóknateymi vöruþróunar í iðnaðarsetri fyrir fiskiðnað- inn. Kristín Anna er með doktorsgráðu í matvælaverk- fræði frá Háskólanum í Lundi, og meistarapróf og BS próf í matvælafræði frá Há- skóla Íslands. Kristín Anna starfaði síðast hjá Matís. Kristín Líf mun starfa sem verkefnisstjóri í rannsókna- teymi vöruþróunar í iðnaðar- setri fyrir fiskiðnaðinn. Kristín er með meistarapróf í véla- verkfræði frá Háskóla Íslands og BS próf í iðnaðarverk- fræði frá sama skóla. Kristín Líf starfaði síðast hjá Matís. Kristín Líf Valtýsdóttir. Kristin Anna Þórarins- dóttir. Hestháls 6-8  110 Reykjavík  Sími 570 9000  www.frumherji.is Frumherji í þjónustu við sjávarútveginn Stefán Hans Stephensen GSM 860 8378, stefans@frumherji.is Axel Axelsson GSM 860 8379, axela@frumherji.is Einar J. Hilmarsson GSM 865 1490, einarjh@frumherji.is Guðmundur H. Kristinsson GSM 860 8377, hanning@frumherji.is Ykkar menn í skipaskoðunum Róbert Hlöðversson GSM 897 0525, robert@frumherji.is Hildur Sigurðardóttir GSM 861 6676, hildurs@frumherji.is Ráðgjöf um gæðamál, úttekt á grásleppuhrognum og öðru sjávarfangi Prófunarstofan Sími 570 9260 profunarstofan@frumherji.is Löggilding og prófanir á vogum og mælitækjum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.