Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 63
Arftakar miSaldamðrals
lendu togarafyrirtækin gengu skrykkjótt, en eftir stofnun íslandsbanka varð
auðveldara um fjármagn.
Heimastjórnin, sem var skilgetið afkvæmi valdatöku vinstri manna í Dan-
mörku og sjálfstæSisbaráttunnar, stofnun íslandsbanka og síminn, juku fram-
faravilja og framfaravonir landsmanna og tengdu þá hagkerfi Evrópu, þótt
þaS hagkerfi næSi aSeins jaSri þjóSfélagsins hérlendis. Meginhluti lands-
manna varS ekki innlimaSur þessu hagkerfi fyrr en nokkuð var liðið frá
aldamótum, miðaldarekstur var hér í landhúnaði fram undir 1930 og fjár-
magnsmyndun þess atvinnuvegar í samræmi við það.
íslenzk borgarastétt eflist því að ráði fyrir tilstuðlan erlends fjármagns
og sjávarafla. Stofnun íslandsbanka með erlendu hlutafé, varð til þess að
hleypa af stað fyrirtækjum, án þess að forsenda væri fyrir rekstri þeirra í auk-
inni framleiðslu innanlands, verzlanir spruttu upp og ævintýralegar ráða-
gerðir um ýmiskonar framkvæmdir og fjárgróða urðu ekki til þess aS styrkja
og efla borgaralegt siðgæði, þvert á móti varð auðfengið fjármagn og ýmis-
konar spákaupmennska, sem því fylgdi, til þess að naga sundur þær menn-
ingarlegu rætur sem tengdi borgarastéttina íslenzku miðaldasamfélagi, en
forsenda þess, landaurabúskapurinn tók að syngja sitt síðasta fyrir áhrif
þeirrar sömu stéttar, þegar frá leið.
Hér á landi skorti þá stéttarlegu mórölsku og trúarlegu réttlætingu, sem
borgarastétt NorSur-Evrópu og Norðurlanda átti sér. Píetismi og kalvínismi
náðu aldrei neinum tökum á landsmönnum fyrr á öldum, en þessar trúar-
hreyfingar ásamt nytsemisréttlætingu sem þeim fylgdi, sköpuðu horgarastétt
Evrópu þá mórölsku réttlætingu og reisn, sem verður meginstyrkur hverrar
stéttar (Weber). Hér kviknar borgarastétt á skömmum tíma fyrst í tengslum
við danska borgarastétt í andstöðu við inngróinn miðaldamóral, sem var
mat meginhluta þjóðarinnar. Framkvæmdir og auðhyggja voru ekki ein-
hlítar til mótunar menningar-samfélags, slíkt samfélag þarfnast móralskrar
réttlætingar og heildargerð þess verður ekki mótuð á nokkrum áratugum,
heldur á öldum. MeS upplausn miðaldasamfélagsins og miðaldamóralsins,
með nýjum framleiðsluháttum og evrópsku hagkerfi, rofna tengslin, og mór-
alskt tómarúm myndast, sem varS vettvangur tilrauna til nýrra matsmótana
einkum á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar. AndstaSan viS þetta nýja
hagkerfi kom fram hjá ýmsum skáldum aldamótaáranna, en þar mátti einnig
finna skáld og höfunda, sem hrifust af framfaratrú og bjartsýni þeirri sem
sprottin var upp úr vúlger-efnishyggju evrópskrar borgarastéttar um alda-
mótin, og sumir höfundar kalla svanasöng hennar.
53