Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 41
Parísarkommúnan ÞjóSverjum. Þjóðvarðliðið sótti þá sínar fallbyssur og kom þeim fyrir í verkamannahverfunum. Og þegar þýzku herdeildirnar samstigu um götur Parísar tók miðnefnd Þjóðvarðliðsins að sér að halda uppi reglu og afstýra uppþotum lýðsins vegna hergöngunnar. Nokkru áður hafði verið kosið til Þjóðfundar, sem kom saman í Bordeaux. Kosið var til þessa þings raunar um eitt mál: hvort halda skyldi stríðinu áfram eða semja frið. Meirihluti þingmanna var konungssinnar. Fjölmenn- asta stétt landsins, bændurnir, var orðin þreytt á styrj öldinni, þeir voru mæddir og beiskir, haldnir gamalli bændaóvild á París og hennar innbyggj- urum. Frá París og nokkrum öðrum stórborgum komu lýðveldissinnar og sósíalistar. Þjóðfundurinn sýndi höfuðborginni einnig mikla andúð og kaus að halda fundi sína í Versölum, konungsborginni. Það mátti fljótt greina veðuráttina þegar Þjóðfundurinn samþykkti að leysa rúmlega 20 þúsundir Þjóðvarðliðsmanna frá þjónustu og gefa þá atvinnuleysinu að bráð, sem var þó nóg fyrir. Þó var önnur ráðstöfun Þjóðfundarins sýnu harkalegri. í nóv. 1870 hafði verið samþykktur greiðslufrestur skulda og mildaðar greiðsl- ur á húsaleigu. Nú voru þessar kjarabætur afnumdar með öllu. Þúsundir smáborgara og verkamanna sáu ekkert annað fyrir sér en gjaldþrotið. Þessar ráðstafanir Þjóðfundarins urðu til þess að samfylking varð með báðum þess- um stéttum, sem síðar stóðu að Parísarkommúnunni. Og franska réttvísin lét heldur ekki á sér standa: farið var að banna byltingarsinnuð blöð og margir þeirra, sem tekið höfðu þátt í uppþotum Blankista voru dæmdir til dauða. En önnur tíðindi og meiri stóðu fyrir dyrum. Hinn 18. marz 1871 snemmendis tóku herdeildir stjórnarinnar hernámi fallbyssur þær, er Þjóðvarðliðið geymdi á Montmartre og öðrum stöðum í borginni. Meðan hermennirnir biðu eftir hestum til að draga fallbyssurnar þusti að múgur og margmenni, Þjóð- varðliðar og óbreyttir borgarar. Stjórnarhermennirnir neituðu að skjóta á fólkið og hurfu á brott. Foringi stjórnarhermannanna var tekinn höndum og skotinn, og enn annar hershöfðingi Clement Thomas, illræmdur meðal verka- manna fyrir hlut hans í júnívígunum 1848. Á einstaka stað kom til átaka með fólkinu og stjórnarliðinu, en heragi þessara manna var í upplausn og margir sameinuðust Þjóðvarðliðsmönnum. Thiers freistaði þess að kveðja saman Þjóðvarðliða frá auðmannahverfunum en árangur var lítill og nokkru eftir nón þennan dag flýði hann af skyndingu frá París og teymdi síðar á eftir sér ríkisstjórnina, herdeildir þær sem hann hafði á að skipa og embættis- menn ríkisins til Versala. Thiers var þeirri stundu fegnastur þegar hann gat hreiðrað um sig í Versölum. Hann gat nú andspænis uppreisn í París svín- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.