Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 43
Parísarkommúnan fara svo fram og gerði það heyrinkunnugt. Þessi yfirlýsing vakti ekki litla áhyggju. Hinn 24. febrúar hafði ég ekki komið fram vilja mínum, en í þetta skipti fékk ég unnið bug á öllum vífilengj um vegna heilbrigðrar skynsemi og hugrekkis starfsfélaga minna.“ Flestum heimildum ber saman um, að herdeildir þær, er Thiers hafði á að skipa um það leyti, er hann flúði til Versala, hafi verið agalausar og lítt til bardaga búnar. Það var álit margra samtíðarmanna, að hinir nýju valdhafar í París hafi þá gert sitt fyrsta og afdrifaríkasta glappaskot, er þeir hófu ekki sókn þegar í stað og stefndu Þjóðvarðliðinu til Versala. Karl Marx lét svo ummælt, að sérhver uppreisn í varnarstöðu væri dauðadæmd. Það er kunn- ugt, að Thiers taldi sjálfur líkur á slíkri sókn og var þess albúinn að hörfa lengra undan frá París. En í stað þess að sækja Versali heim efndi miðstjórn Þjóðvarðliðsins til kosninga í París og Thiers fékk setugrið til að safna nýju liði og skipuleggja her, er var reiðubúinn að leggja til orustu við París. Einangruð varð þessi franska hylting að heyja sína einmana baráttu, en örlög hennar þá þegar ráðin. Daginn eftir valdatökuna, hinn 19. marz, boðaði miðnefndin kosningar í París, í sama mund gerði hún ráðstafanir til að tryggja efnahagslega afkomu alþýðu: gjaldfrestur víxla var framlengdur um einn mánuð, bannað var að selja muni, sem fallnir voru í gjalddaga í veðlánahúsunum og húseigendum meinað að segja leigjendum upp íbúðum sínum eða bera þá út á götuna. Með þessum hætti var hægt bráðasta voðanum frá dyrum Parísaralmúgans, verkamanna og smáborgara. Kosningar þær, sem boðaðar höfðu verið, voru í fyrstu kenndar við Kommúnuráðið að lokum einfaldlega við Kommúnuna. Þær fóru fram hinn 26. marz í fullu frelsi án ofbeldis og nauðungar. Farið var eftir kjörskrá, sem samin hafði verið á tímum keisaraveldisins, í byrjun árs 1870, og töldust þá kjósendur rúmlega 485 þúsund. Þeir sem nú neyttu kosningarréttarins voru um 229 þúsund að tölu. En þess verður að gæta, að 80—100 þúsundir manna höfðu flúið eða farið frá París síðan styrjöldin hófst og umsátrið. Þó voru fulltrúar auðborgarahverfanna ekki færri en 15 eftir kosningarnar til komm- únunnar, flestir þeirra fyrrverandi borgarstjórar eða staðgenglar þeirra frá hinum 20 borgarumdæmum Parísar. Stuttu síðar kusu þessir borgarfulltrúar að afsala sér umboði sínu í ráði kommúnunnar, en alls voru kosnir 90 menn í borgarráðið. Miðvikudaginn 28. marz stefndu um 200 þúsundir Parísarbúa til fundar fyrir framan ráðhúsið, Þjóðvarðliðsmenn og óbreyttir borgarar. Einn af 3 TMM 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.