Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar Náskylt þessu verkefni er rannsókn á lífsskilyrðum þjóðsagnanna og ævin- týranna. Víst má með sanni segja, að þau hafi nú ekki verri verið allt frá landnámstíð, en þá er að herða huginn og safna heimildum og spyrja sem greindarlegast. Ekki verður betra að bíða. Mikilsvert er að fá sem gleggsta vitneskju um það, við hvaða tækifæri sögur voru sagðar og hvernig sög- urnar voru. Það er vitað, að staðsagnir voru og eru vanalegast sagðar, þegar farið er hjá stöðunum, sem þær eru um. Þannig mætti lengi telja, og minna má á það, að ævintýri voru helzt sögð börnum, þegar þau áttu að vera þæg og góð. Þá hefur einnig verið of lítið hugað að útbreiðsluskilyrðum þjóð- sagna og ævintýra, hvaða sögur geta flutzt á milli, og hverjar sögur eru bundnar við ákveðið svæði. Það er enginn nýr sannleikur, að ævintýrin, sem skýra frá sammannlegri reynslu, finnast um allar jarðir í lítt breyttri mynd, en ekki er eins mikið vitað um aðra sagnaflokka. Þá væri ennfremur ástæða til að safna sem flestum heimildum um viljandi og óviljandi breytingar á þjóðsögum og ævintýrum. Hvaða áhrif hafa áheyr- endur á sagnamennina? Er sleppt úr sögum, sem sagðar eru börnum, ýmsum efnisatriðum og erfiðum orðum og orðatiltækjum? Reyna menn að segja hverja sögu á sem líkastan hátt hverju sinni eða breyta þeir henni eftir að- stæðum? Hvernig breytast sögur við það að ganga í munnmælum? Allt eru þetta spurningar, sem reynt hefur verið að fá sem flest og réttust svör við, allt frá því að söfnun þjóðfræða hófst á vegum Handritastofnunarinnar og mætti víst telja nokkrar í viðbót. Eitt er það rannsóknarsvið íslenzkrar þjóðsagnafræði, sem hefur verið helzt til lengi vanrækt, en það eru rannsóknir á því sem einfaldast væri að kalla sagnaforða ákveðinna, fróðra sagnamanna. Með orðinu sagnaforði á ég við allar þær sögur, — bæði þjóðsögur og ævintýri —, sem þetta hrað- mælta og minnisgóða heiðursfólk hefur lært og segir sjálfum sér og öðrum til skemmtunar og fróðleiks. Ymsir merkir þjóðsagnafræðingar víða um lönd hafa gert yfirgripsmiklar, fróðlegar og bráðskemmtilegar rannsóknir á sagna- forðanum, og haft erindi sem erfiði. Margt þessara rita hefur alþjóðlegt gildi, en samt sem áður held ég, að íslendingar gætu lagt fram sinn skerf til sinna rannsókna, því að hér á landi hafa aðstæður verið frábrugðnar því, sem verið hefur í öðrum löndum, t. d. hefur ólæsi varla þekkzt í manna minnum. Að vísu mun nú enginn sagnafróður maður vera uppi hér á landi, sem kann að segja alla flokka þjóðsagna og ævintýra, en engu yrði ég fegnari en því ef einhver vildi afsanna þessa skoðun mína. Til voru menn allt fram á þessa öld, sem kunnu tugi og aðrir hundruð sagna. Jónas Jónasson á Hrafnagili 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.