Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar hinn forni kaþólski arfur frá 13. og 14. öld, sem lifað hafði í hinu staðnaða hændasamfélagi lítt breyttur fram á 20. öld. Kreppan jók mismuninn á hinum borgaralegu viðhorfum og réttlætiskennd og siðgæðismati þess hluta þjóðarinnar, sem hvorki gat viðurkennt né rétt- lætt kapítalískt hagkerfi. Sú spenna, sem af þessu hlauzt varð kveikja þeirra íslenzku bókmennta, sem hæst bar fyrir og eftir síðustu heimsstyrjöld. Þjóð- rækna og konservatíva stefnu varð þá helzt að finna þegar á leið meðal and- stæðinga borgaralegs þjóðfélags, þar sem forsenda menningarlegrar íheldni er arfhelgar venjur í samskiptum manna og skilningur á og samruni við menningararf fortíðarinnar, sem hlýtur ætíð að bera í sér ákveðið siðgæðis- mat. Þar eð hið forna siðgæðismat var andstæða kapítalísks mats, hlutu menningarlegar rætur íslenzkrar borgarastéttar að visna, því meir sem borg- aralegt hagkerfi efldist. Því hlaut svo að fara að lokum, að sú stétt, sem reisti tilveru sína og velgengni á kapítalísku hagkerfi, slitnaði úr tengslum við íslenzka fortíð, því að sú fortíð og sá menningararfur samræmdist alls ekki mati hinnar nýju stéttar á fjárhagslegri nauðsyn og nytsemi Árin milli styrjaldanna einkenndust fyrst í stað af lítt heftum kapítalisma og síðar af stórauknum ríkisafskiptum og auknu valdi stjórnmálamanna. Viðskipti við erlend ríki jukust og landsmenn tengdust umheiminum í ríkara mæli en fyrr. Á þessu tímaskeiði var borgarastéttin líkast sem milli vita, sá hluti hennar sem enn var tengdur íslenzkri menningararfleifð, hafði ennþá nokkur mótunar-áhrif innan stéttarinnar en áhrif þess hlutans fóru þverrandi á fimmta áratugnum. Með hernámi landsins 10. maí 1940 hófust náin tengsl við engilsaxnesku ríkin og stóraukin fjármagnsmyndun þegar frá leið. Old stríðsgróðans rann upp og herprangið hófst. Tekjurnar af herjunum urðu drjúgur hluti ríkis- teknanna, beint og óbeint, og margir litu á herinn sem tilvalda mjólkurkú, og auðfenginn gróði herprangsins smitaði út frá sér. Umskiptingagróðurinn, sem óx upp af stríðsgróðanum og mat hans tók að marka almennt mat og hugsunarhátt borgarastéttarinnar, fyrst í stað þess hlutans, sem fjarlægastur var orðinn íslenzkri menningararfleifð. Fyrirbrigðið „tötraborgarinn“ kviknar í eðju stríðsgróðans og eflist til áhrifa í krafti hans. Frumskilyrði þessa fyrirbrigðis er menningarleg fátækt, fjörrun frá þjóðlegum menningarkjarna, þjóðtungu og menningararfleifð. Helzta einkenni fyrirbrigðisins er þjóðvillan og hvati hennar fégræðgin. Tötraborgarinn metur allt til fjár, og ber mjög á honum í þjóðfélögum, sem standa á skilum tveggja samfélagsforma, á uppgripa- og upplausnartímum. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.