Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 45
Parísarkommúnan grein fyrir gerSum sínum, en kommúnuráöið fullskipaö hafa ákvöröunar- vald í hverju máli. í pólitískum og félagslegum efnum var kommúnan æöi mislit hjörö og kunni lítt aö lúta þeim aga, sem nauösynlegur var í umsetinni borg. Að meiri hluta var kommúnan skipuð mönnum af smáborgarastétt, fjölmennasti hópurinn menntamenn, einlægir og djarfir, er höfðu mátt þola refsingar og fangelsisvist á dögum keisaradæmisins, en skorti skilning á þeim viðfangs- efnum, sem leysa þurfti á líðandi stund. í þessum meirihluta kommúnunnar má greina þrjá flokka: Blankista, Jakobína og Róttæka. Ágúst Blanqui, sem fylgismenn hans kenndu sig við, var nafntogaðasti byltingarmaður Frakk- lands, hafði tekið þátt í uppreisnum og samsærum frá því hann var korn- ungur stúdent og sat 36 ár alls í fangelsum. Hann boðaði félagslega byltingu, sem framkvæmd yrði af fámennum flokki samsærismanna. Áhrifa Blanqui gætti ekki að litlu leyti meðal verkamanna Parísar og hann var kosinn í kommúnuráðið í tveimur borgarumdæmum. En hann hafði verið handtekinn 17. marz er hann var staddur utan Parísar og honum varpað í fangelsi. Kommúnunni var það mikið í mun að fá hann leystan úr haldi og fyrir milligöngu eins kirkjunnar manna átti hún í samningum við Thiers um að fá hann í skiptum fyrir erkibiskup Parísar. Thiers dró samningana á lang- inn, en hafnaði að lokum tilboðinu með þeim ummælum, að það væri á við að gefa uppreisnarmönnum styrk heils herfylkis að selja Blanqui af hendi við þá. Meðal Blankista kommúnunnar var Rigault frægastur, sá er stjórnaði öryggismálanefndinni. Sá hópur manna innan kommúnunnar, er kallaði sig Jakobína, kenndi sig við hinn fræga og harðsnúna flokk stjórnarbyltingarinnar miklu. Flestir þess- ara Jakobína voru af kynslóðinni frá 1848, rómantískir byltingarmenn, er lifðu í pólitískri fortíð, sem var um garð gengin og fengu ekki fótað sig í umhverfi nýrrar aldar, og gegndi raunar svo einnig um þann hópinn, sem fjölmennastur var meðal kommúnumanna — hina Róttæku. Þrátt fyrir and- stæður og ýfingar með þessum þrem flokkum var þeim það öllum sameigin- legt, að þeir gátu ekki losað sig við endurminningarnar um hinar miklu byltingarerfðir franskrar sögu, reyndu að endurtaka þessa sögu á táknrænan hátt, svo sem þegar kommúnan tók upp aftur timatal byltingarinnar mildu eða setti á stofn Velferðarnefndina. Andmælin gegn þessum sögulegu eftir- hermum komu helzt frá hinum svokallaða minnihluta kommúnunnar. Þar var að finna þá 25 verkamenn, sem kosnir höfðu verið í kommúnuráðið 26. marz. í pólitískum efnum voru þeir raunar ekki heldur steyptir í sama mót, sumir 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.