Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 78
Tímaril Máls og menningar væri aö grípa til kvikmyndavéla til að sýna látbragð —, oröavali og oröa- forða og notkun fastra talshátta og orðskviða. Fróðlegt væri einnig að grennslast fyrir um afstöðu sagnamannanna til sagnanna og hlutverks þeirra. Eins og sjá má eru þarna ærin verkefni fyrir íslenzka þjóðfræðinga í ná- inni framtíö, og ekki þyrfti síður að taka til hendinni í íslenzkum þjóðlaga- fræðum. Helztu flokkar íslenzkra þjóðlaga, sem enn eru á vörum fólks, eru rímnalög og gömul sálmalög. Þar að auki hefur verið safnað ýmsum öðrum þjóðlögum á síðustu árum einkum þulurauli, lögum við gömul danskvæði frá fyrri öldum og lögum við gamankvæði. Uppruni þjóðlaganna er misjafn, og hafa sumir viljað bera á móti því, að gömlu, íslenzku sáhnalögin séu þjóðleg vegna útlends uppruna þeirra. í þessu sambandi skaðar ekki að benda á að þessi lög eru orðin mjög frábrugðin þeim, sem voru í messusöngsbókunum. Alda- gömul munnleg geymd hefur mótað þau, og svo viröist sem engir tveir menn hafi sungið sama lagiö eins, og þar að auki var það víst heldur sjaldgæft, að sami maðurinn syngi sama lagiö eins tvisvar, heldur mun túlkun þeirra hafa farið eftir skapi manna og aðstæðum hverju sinni. Af helztu þjóðlagasöfnum skal fyrst nefnt hið ómetanlega safn séra Bjama Þorsteinssonar, íslenzk þjóðlög, sem gefiÖ var út á árunum 1906—1909. Jón Leifs tónskáld safnaði allmörgum rímnalögum fyrir vestan og norðan á árunum 1924 og 1925. Kvæöamannafélagiö Iðunn og Ríkisútvarpið hafa látið hljóðrita mikið af íslenzkum þjóðlögum. Á vegum Handritastofnunar íslands hefur miklu verið safnað, einkum í samvinnu við dönsku þjóðlaga- fræðingana Svend Nielsen og Thorkild Knudsen. í vörzlu Handritastofnunar- innar er nú safn af Passíusálmum eins og þeir voru sungnir undir gömlu lögunum, og þar eru allmargir rímnaflokkar, sem kveðnir voru að viðstöddu fólki vönu við að hlýða á rímnakveöskap frá því í barnæsku. Við betri að- stæður og eðlilegri hafa engin íslenzk þjóðlög verið hljóðrituð á seinustu árum. Enda þótt miklu og furðu fjölbreyttu efni hafi veriÖ safnað og nokkrar undirbúningsrannsóknir á rímnakveðskap hafi veriÖ gerðar, einkum á kveð- skapartækninni, breytingum á rímnalögum eftir háttum, áhrifum efnisins á flutninginn, mismun á lausavísnakveðskap og rímnakveðskap, sambandi kvæðamanna og áheyrenda og muninum á því að syngja og kveða auk ýmis- legs varðandi muninn á að syngja og kveöa, er enn geysilegt verk óunniö. Nú er Hreinn Steingrímsson að vinna að skrá um öll rímnalögin í vörzlu Handritastofnunar íslands, og er það verk grundvöllurinn undir frekari rann- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.