Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Side 36
Tímarit Máls og menningar
tók mið af öðru þjóðfélagi en því, sem þeir voru bornir í. Rétturinn til vinnu
var framkvæmdur með þeim hætti, sem frægur varð að endemum, að stofnað
var til hinna svonefndu vinnustöðva. Þetta var skipulögð kleppsvinna og
henni var ætlað það hlutverk eitt að koma óorði á það, sem menn kölluðu
sósíalisma og ala á óvild bænda og smáborgara á verkamönnum. í júnímánuði
var vinnustöðvunum lokað og þá hófu verkamenn Parísar uppreisn. í fjóra
daga börðust þeir við herinn, en 26. júlí gat franska stjórnin tilkynnt: Upp-
reisnarmenn hafa verið bældir niður. Orustunni er lokið. Kyrrð og regla
hefur borið sigur af stjórnleysinu. Lifi lýðveldið!
Verkamenn höfðu framar öllum stofnað franska lýðveldið. Eftir ósigur
þeirra riðaði þetta lýðveldi til falls. Frelsistrén, sem gróðursett höfðu verið í
eftirlíkingu hinnar miklu frönsku byltingar, voru rifin upp með rótum, af
húsaþökunum, á strætum og torgum var andlát sósíalismans auglýst, og einu
ári eftir júníbardagana 1848, boðaði erkibiskupinn í Toulouse, Monseigneur
d’Astros, í hirðisbréfi, að ójöfn lífskjör væru grundvallarlögmál þjóðfé-
lagsins. En á þessum misserum og hinum næstu hrasaði franska lýðveldið úr
einni ófærunni í aðra. Fyrir tilstilli hins almenna kosningarréttar gerðust
þau furðutíðindi, að skuldugur ævintýramaður, Loðvík Napóleon, var kjör-
inn forseti, og eftir mikinn viðbúnað framdi hann stjórnlagarof 2. des.
1851, ári síðar tók hann sér keisaranafn.
Hin blóðugu átök er urðu í París í júnímánuði 1848 vöktu slíkt hatur
meðal verkamanna á borgarastétt Frakklands, að þeir létu sig í raun og veru
litlu skipta örlög lýðveldisins. í annan stað varð borgarastéttin haldin svo
náfölum ótta við verkalýðinn, ekki sízt verkamenn Parísar, að hún var reiðu-
búin að afsala sér beinum stjórnmálavöldum og leitaði trausts og öryggis í
einræði manns, sem var sannarlega ekkert mikilmenni, en bar nafn mikils
manns og frægast nafna í sögu Frakklands. Loðvík Napóleon var borinn til
valda á öldu óttasleginnar stórborgarastéttar, óánægðra smáborgara, bænd-
anna ekki sízt, og jafnvel verkamenn léðu honum lið og atkvæði af hatri til
þeirrar valdstéttar, er hafði tekið þeim blóð á götum Parísar. Napóleon 3.
varð því að vera vinur allra stétta og vera þeim öllum trúr — vandleikið hlut-
verk, enda verður það sagt með nokkrum sannindum, að hann hafi brugðizt
þeim öllum undir lokin. En á stjórnarárum hans tók borgaralegt þjóðfélag á
Frakklandi geysistórt stökk á þróunarbraut sinni, í iðnaði, verzlun og fjár-
málastarfsemi. Hrájárnsframleiðslan hefur tvöfaldast árið 1870, kolaiðjan
nærri þrefaldast, járnbrautir orðnar 18 þús. km að lengd, en voru tæplega
2000 km tuttugu árum áður. Hvergi var þó gróskan meiri en í fjármálalíf-
26