Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 89
leg kvæði Orglands, þar sem hann tekur
til meðferðar ævintýrahetjur fyrri alda. í
þeim er tungutakið jafnan hvað hressileg-
ast, frásögnin krydduð fyndni, hrifning
skáldsins fleyg. Þannig dylst ekki aðdáun
hans á herra Petter Dass, prestinum, sem
til sín heillaði sjálfan Djöfulinn og gerði
við Djöfsa samning þess efnis, að hann
skyldi fljúga með sig á kofforti til Kaup-
mannahafnar, þar sem prestur skyldi pré-
dika yfir kónginum, að jöfurs ósk, gegn
því að Fjandinn skyldi fá að launum sál
hvers þess, er ekki gat vakað undir ræðu
prests. Þrumuklerkur þessi var óvanur því,
að fólk svæfi í kirkju hjá sér, enda gekk
allt að óskum fyrir honum, en Kölski varð
af kaupinu, sem líklegt má þykja.
Leyfilegt er að leggja táknrænan skiln-
tlmsagnir um bœkur
ing í kvæðið Ballade om herr Petter Dass
til Alstahaug, eins og það heitir fullu nafni
á frummálinu. Gæti Kölski þá verið ímynd
hinna duldu afla tilverunnar, en klerkur
þess viti gædda valds, er hefur á þeim
hemil, tekur blind öfl í þjónustu hins góða.
Herr Petter Dass er gæddur eldmóði trúar,
vits og vilja, knúinn af kærleika til þjón-
ustu við konungshugsjón lífsins. Án þessa
alls væri liann eins og stjórnlaust skip í
ólgusjó.
Eins og áður er sagt, er þetta 10. frum-
samda kvæðasafn Orglands. Orðstír hans
hefur vaxið við hverja bók. Með hliðsjón
af hvoru tveggja, þökk fyrir Ijóðaþýðing-
arnar og bæði ritin um Stefán um Hvítadal,
óska ég honum innilega til hamingju með
allt saman. Þóroddur Guðmundsson.
BÓKAÚTGÁFA MÁLS OG MENNINGAR 1971
Á þessu ári eru þegar komnar út þrjár félagsbækur: bók Kristins E. Andréssonar, Eng-
inn er eyland, Hús skáldsins, síðara bindi, eftir Peter Hallberg, og íslenzkur aðall eftir
Þórberg Þórðarson. Aðrar félagsbækur á árinu verða í fyrsta lagi bók með ævintýrum
og sögum frá ýmsum löndum og tímum. Alan Boucher kennari við Háskóla Islands hefur
tekið þessa bók saman, en Helgi Hálfdanarson hefur íslenzkað. Bókin verður fagurlega
myndskreytt af Barböru Árnason. Þessi bók er að sjálfsögðu einkum ætluð ungum les-
endum, en flestir hinna eldri munu einnig geta lesið hana sér til yndisauka, ekki síður
en Þúsund og eina nótt og Andersens ævintýri. Þá koma tvær nýjar pappírskiljur: er
önnur úrval úr ritgerðum Þórbergs Þórðarsonar, Einum kennt — öðrum bent, tuttugu rit-
gerðir 1925—1970.
Félagsmenn eiga eins og í fyrra kost á þrennskonar árgjöldum: fyrir lægsta árgjaldið,
kr. 1000 fá þeir tvær bækur ásamt Tímariti, fyrir miðgjaldið, kr. 1600 fjórar bækur ásamt
Tímariti, fyrir hæsta gjald, kr. 2000 sex bækur ásamt Tímariti, þar af tvær pappírskiljur.
Þetta gjald er miðað við bækurnar óbundnar að venju, en verð á bandi hverrar bókar
er kr. 130. Naumast er ástæða til að fara mörgum orðum um það hversu hagstæðra
kjara félagsmenn njóta um bókakaup. Ef tekið er t. d. miðgjaldið kostar hver bók óbundin
félagsmenn kr. 320 (er þá Tímaritið einnig reiknað á kr. 320), í bandi kr. 450. En þeir
sem velja hæsta gjald greiða rúmlega 285 kr. fyrir hverja bók óbundna, en kr. 414 fyrir
hverja bók í bandi. Hver og einn getur svo borið þetta verð saman við almennt söluverð
nýrra bóka.
79