Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
sem hér gengu í fornöld og allt þar til er Tyrkir tóku að ryðjast til rúms
fram með Kaspíhafi, á öndverðum miðöldum. A Ermlandi er fjölmennur
flokkur kúrðneskra manna og einnig í Azerhædjan og Georgíu; en obbinn
af þeirri þjóð býr þó í öðrum löndum, á Persalandi og Tyrklandi og í írak;
á Ermlandi er nú margt ritað á kúrðnesku máli, en annars munu Kúrðar
víðast hvar eiga erfitt uppdráttar. Fyrir norðan Kákasusfjall búa Ossetar,
og svo á Alanaskarði, gljúfrunum hrikalegu sem oftast nær er farið um yfir
fjallið, og allar götur ofan á sléttlendið austanlands í Georgíu; mál þeirra
er nú bókmenntamál. Ossetar eru komnir frá skýtneskum kynkvíslum (Ölun-
um) sem fyrir daga Mongóla áttu fyrir víðum löndum að ráða fyrir norðan
og austan Svartahaf. Þá má og enn minna á einn kynþátt Aría þar sem eru
Sígaunar, indversk þjóð fyrir öndverðu, en þeir eru um öll Kákasuslönd
á víð og dreif.
Slafneskar þjóðir og sér í lagi Rússar hafa á seinni öldum sífellt verið að
færa út kvíarnar suður og austur á bóginn og gerzt æ umsvifameiri; einkan-
lega á þetta við fyrir norðan fjaD. í Georgíu er rússneskt fólk einatt haft
í ýmisháttar snatt sem hinir stórlátu niðjar Eetess konungs telja sér ekki
samboðið, og starfa að þjónustu í gestaherbergjum og tafernishúsum, eru
farmiðasalar í strætisvögnum og þar fram eftir. Rússar hafa vitaskuld haft
geysimikil áhrif í öllum þessum löndum bæði á tungumálin og allt hugarfar
fólks. Oftlega er rússneska einskonar allsherj armál í viðskiptum óskyldra
þjóða sem ekki kunna hver annarrar tungu; en hvarvetna er henni skipað
í annan sess, næst á eftir tungu landsmanna sjálfra, bæði við stjórnsýslu
og í skólum; og þess munu vera fá dæmi að skáld eða rithöfundar í Kákasus-
löndum gerist til þess að setja saman bækur á rússnesku.
Enn býr í Georgíu reytingur af grísku fólki; það lifir nú eitt eftir þeirrar
þjóðar í Svartahafsbotnum. Og því má að síðustu bæta við að á dögum
Katrínar drottningar miklu fluttist lítill söfnuður guðrækinna manna frá
Wiirtenberg á Þýzkalandi austur til Georgíu og settist þar að í nágrenni við
Tvílýsi. Fólk þetta þótti vera einkar framtakssamt og höldar í búi, en lenti
á tvístringi á stríðsárunum; og þó þeir sé nú margir aftur komnir til heim-
kynna sinna munu þó byggðir þeirra trauðlega rísa upp á nýjaleik, til þess
eru þeir of fámennir. Rasmus Rask segir skemmtilega frá þessu þýzka fólki
í bréfi til séra Árna Helgasonar í febrúarmánuði 1820 (Breve til og fra
R. R. II, hls. 6—11).
Þessar eru þá þær tungur Indóevrópuþjóða sem um Kákasuslönd ganga.
Að Semítamálum kveður aftur lítið; á Ermlandi býr lítil þjóð mælt á sýr-
10