Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Side 20
Tímarit Máls og menningar sem hér gengu í fornöld og allt þar til er Tyrkir tóku að ryðjast til rúms fram með Kaspíhafi, á öndverðum miðöldum. A Ermlandi er fjölmennur flokkur kúrðneskra manna og einnig í Azerhædjan og Georgíu; en obbinn af þeirri þjóð býr þó í öðrum löndum, á Persalandi og Tyrklandi og í írak; á Ermlandi er nú margt ritað á kúrðnesku máli, en annars munu Kúrðar víðast hvar eiga erfitt uppdráttar. Fyrir norðan Kákasusfjall búa Ossetar, og svo á Alanaskarði, gljúfrunum hrikalegu sem oftast nær er farið um yfir fjallið, og allar götur ofan á sléttlendið austanlands í Georgíu; mál þeirra er nú bókmenntamál. Ossetar eru komnir frá skýtneskum kynkvíslum (Ölun- um) sem fyrir daga Mongóla áttu fyrir víðum löndum að ráða fyrir norðan og austan Svartahaf. Þá má og enn minna á einn kynþátt Aría þar sem eru Sígaunar, indversk þjóð fyrir öndverðu, en þeir eru um öll Kákasuslönd á víð og dreif. Slafneskar þjóðir og sér í lagi Rússar hafa á seinni öldum sífellt verið að færa út kvíarnar suður og austur á bóginn og gerzt æ umsvifameiri; einkan- lega á þetta við fyrir norðan fjaD. í Georgíu er rússneskt fólk einatt haft í ýmisháttar snatt sem hinir stórlátu niðjar Eetess konungs telja sér ekki samboðið, og starfa að þjónustu í gestaherbergjum og tafernishúsum, eru farmiðasalar í strætisvögnum og þar fram eftir. Rússar hafa vitaskuld haft geysimikil áhrif í öllum þessum löndum bæði á tungumálin og allt hugarfar fólks. Oftlega er rússneska einskonar allsherj armál í viðskiptum óskyldra þjóða sem ekki kunna hver annarrar tungu; en hvarvetna er henni skipað í annan sess, næst á eftir tungu landsmanna sjálfra, bæði við stjórnsýslu og í skólum; og þess munu vera fá dæmi að skáld eða rithöfundar í Kákasus- löndum gerist til þess að setja saman bækur á rússnesku. Enn býr í Georgíu reytingur af grísku fólki; það lifir nú eitt eftir þeirrar þjóðar í Svartahafsbotnum. Og því má að síðustu bæta við að á dögum Katrínar drottningar miklu fluttist lítill söfnuður guðrækinna manna frá Wiirtenberg á Þýzkalandi austur til Georgíu og settist þar að í nágrenni við Tvílýsi. Fólk þetta þótti vera einkar framtakssamt og höldar í búi, en lenti á tvístringi á stríðsárunum; og þó þeir sé nú margir aftur komnir til heim- kynna sinna munu þó byggðir þeirra trauðlega rísa upp á nýjaleik, til þess eru þeir of fámennir. Rasmus Rask segir skemmtilega frá þessu þýzka fólki í bréfi til séra Árna Helgasonar í febrúarmánuði 1820 (Breve til og fra R. R. II, hls. 6—11). Þessar eru þá þær tungur Indóevrópuþjóða sem um Kákasuslönd ganga. Að Semítamálum kveður aftur lítið; á Ermlandi býr lítil þjóð mælt á sýr- 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.