Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 15
Adrepur nýja sig sjálft eftir flóknum reglum, kjósa stjórn og samþykkja reikninga, punktum basta. Enn eru þeir sem utan félagsráðsins standa og áhuga hafa á útgáfunni með öllu áhrifalausir. Og þótt þeir geti viðrað hugmyndir sínar hér og þar, þá geta þeir líka reiknað með því að seint eða aldrei taki páfadómur við sér, og allra síst ef bryddað er uppá nýjungum. Smám saman sannfærast þeir svo um að Mál og menning sé fyrirbæri sem komi þeim ekkert við. Og lái þeim hver sem vill. Núverandi skipulag ber í sér dauðann. Þar með er ekki sagt að hann sé yfir- vofandi. Það er alls ekki loku fyrir það skotið að félagið geti haldið í horfinu enn um nokkurt skeið, og eru þó hugsanlegar dánarorsakir fleiri en skipulagið eitt. Ég tæpi hér aðeins á tveim þeim helstu, kapítalismanum og Alþýðubanda- laginu. íslenskur markaður er lítill og setur allri útgáfustarfsemi þröngar skorður. En íslenskur markaður er líka kapítalískur markaður og andsnúinn allri útgáfu sem rekin er af menningarpólitískum ástæðum fremur en gróðavon, ekki síst þeirri sem að einhverju leyti er í andstöðu við kerfið og ríkjandi hugmyndir. En framhjá þessum markaði og lögmálum hans verður ekki komist við nú- verandi aðstæður. Vandinn er því að nýta möguleika hans án þess að samlagast honum. Því fer fjarri að Mál og menning hafi samlagast markaðnum. En félagið stendur nær því nú en í upphafi. Hugmyndafræðilegur drifkraftur þess er ekki jafnsterkur og áður var. Fjárhagsörðugleikarnir hafa óhjákvæmilega kveikt af sér ýmsar spekúlasjónir sem ekki verða beint raktar til hugsjónanna. Umboðs- mannakerfið er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var; þetta gerir félagið háðara almennu bóksölukerfi. Samkeppnin hefur harðnað og neytt félagið til að mæta keppinautum sínum á grundvelli sem þeir hafa sjálfir skap- að en er í andstöðu við hugmyndir og tilgang félagsins. Og daglegur rekstur þess er nú í fáu frábrugðinn rekstri venjulegra fyrirtækja (sem á trúlega stærst- an þátt í því að margir höfundar líta orðið á Mál og menningu sem hverja aðra kanabúllu, ekki hótinu betri en einkabraskið spekúlantanna). Hættan er sem sé sú að félagið verði samdauna sínu kapítalíska umhverfi og taki á endanum að gefa út bækur til þess eins að græða á því til að geta gefið út fleiri bækur og grætt ennþá meira og svo framvegis; dæmi eru um slíka þróun hjá hliðstæðum forlögum í öðrum löndum. En þessi hætta verður ekki slitin úr tengslum við hugmyndafræðilega kjölfestu félagsins. Mál og menning er, eins og áður segir, nátengt íslenskri vinstrihreyfingu og þá ekki síst Alþýðubandalaginu. Þessi tengsl eru flóknari en svo að ég greini þar aiia þræði, en sterk eru þau, það hefur reynslan kennt mér. Svo sterk að framtíð Máls og menningar hlýtur að ráðast af þróun flokksins — ef ekkert er að gert. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.