Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 17
Ádrepur
ing um páfadóm og lýðræði, heldur líka um getu og möguleika félagsins til
sjálfstæðrar þróunar. Núverandi skipulag býður heim áðurnefndum tveim höfuð-
hættum, sem eru nátengdar, að félagið aðlagist markaðnum, að það láti Al-
þýðubandalagið teyma sig inní eigin endalok. Ef skipulaginu verður ekki breytt
er óþarfi að spyrja sig hvort Mál og menning fari til fjandans. Ollu nær verður
að spyrja þeirrar spurningar hvencer það gerist. Breytinga er sem sé þörf. Og
hér duga engar smálagfæringar, eins og til dæmis örari endurnýjun félagsráðs.
Örari endurnýjun þegnanna breytir engu þegar allt ríkið er rotið.
En hvað er hægt að gera?
Fram hefur komið sú hugmynd að allir félagsmenn Máls og menningar, sem
nú eru ekki annað en áhrifalausir áskrifendur Tímaritsins með rétt til afsláttar
á flestum bókum útgáfunnar, verði valdagrunnur félagsins, annaðhvort at-
kvæðisbærir á aðalfundi eða hefðu möguleika til að kjósa fulltrúa á hann. Þessi
hugmynd finnst mér þess virði að hún sé athuguð í smáatriðum. En í fljótu
bragði líst mér ekki á hana af eftirfarandi ástæðum: 1) hluti félagsmanna, trú-
lega mjög stór, hefur ekki annan áhuga á félaginu en viðskiptalegan, það er að
fá Tímaritið og bækurnar á lægra verði en á almennum markaði; þessi hópur
gæti við hugsanlega flokkadrætti orðið fénaður í höndum fjallkónganna og þá
sitjum við föst í gervilýðræði því sem einkennir alla stjórnmálaflokka hér á
landi og reyndar flest samtök önnur, 2) þetta fyrirkomulag yrði mjög erfitt í
framkvæmd þó ekki sé nema vegna þess að félagsmenn eru dreifðir um land
allt.
Önnur hugmynd er sú að áhugasamir félagsmenn greiði ákveðið gjald um-
fram venjulegt árgjald og öðlist þar með atkvæðisrétt á aðalfundi. Þessi hug-
mynd finnst mér hafa ýmsa galla þeirrar fyrri, auk þess sem hún gæti útilokað
févana fólk frá þátttöku.
Þriðja hugmyndin er þessi og hún finnst mér skást: að grunneiningar félags-
ins verði starfshópar sem vinni að ýmsum verkefnum félagsins; hóparnir verði
öllum opnir og sami félagi geti verið virkur í fleiri en einum hóp; einfaldur
meirihluti hvers hóps ráði því hver hafi verið nægilega virkur til að teljast at-
kvæðisbær; einfaldur meirihluti aðalfundar (eða stórfundar) geti komið í veg
fyrir að þetta fyrirkomulag sé misnotað; aðalfundur kjósi útgáfuráð eða fram-
kvæmdastjórn og ráði starfsfólk.
Þetta fyrirkomulag kæmist næst því að vera í anda sósíalísks lýðræðis (sem
mér finnst ekkert aukaatriði: ef við köllum okkur sósíalista, af hverju skyldum
við þá starfa eins og eftirlegukindur miðalda? og ef við ölum okkur ekki upp
sjálf í eigin praktík, hverjir gera það þá og með hverju?). Fyrirkomulagið gæti
verið félaginu sá blóðgjafi sem það hefur lengi þarfnast. Það gæti í framtíðinni
komið í veg fyrir svipaða stöðnun og einkennir það núna. Og það gæti tryggt
sjálfstæða þróun þess.
7