Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 17
Ádrepur ing um páfadóm og lýðræði, heldur líka um getu og möguleika félagsins til sjálfstæðrar þróunar. Núverandi skipulag býður heim áðurnefndum tveim höfuð- hættum, sem eru nátengdar, að félagið aðlagist markaðnum, að það láti Al- þýðubandalagið teyma sig inní eigin endalok. Ef skipulaginu verður ekki breytt er óþarfi að spyrja sig hvort Mál og menning fari til fjandans. Ollu nær verður að spyrja þeirrar spurningar hvencer það gerist. Breytinga er sem sé þörf. Og hér duga engar smálagfæringar, eins og til dæmis örari endurnýjun félagsráðs. Örari endurnýjun þegnanna breytir engu þegar allt ríkið er rotið. En hvað er hægt að gera? Fram hefur komið sú hugmynd að allir félagsmenn Máls og menningar, sem nú eru ekki annað en áhrifalausir áskrifendur Tímaritsins með rétt til afsláttar á flestum bókum útgáfunnar, verði valdagrunnur félagsins, annaðhvort at- kvæðisbærir á aðalfundi eða hefðu möguleika til að kjósa fulltrúa á hann. Þessi hugmynd finnst mér þess virði að hún sé athuguð í smáatriðum. En í fljótu bragði líst mér ekki á hana af eftirfarandi ástæðum: 1) hluti félagsmanna, trú- lega mjög stór, hefur ekki annan áhuga á félaginu en viðskiptalegan, það er að fá Tímaritið og bækurnar á lægra verði en á almennum markaði; þessi hópur gæti við hugsanlega flokkadrætti orðið fénaður í höndum fjallkónganna og þá sitjum við föst í gervilýðræði því sem einkennir alla stjórnmálaflokka hér á landi og reyndar flest samtök önnur, 2) þetta fyrirkomulag yrði mjög erfitt í framkvæmd þó ekki sé nema vegna þess að félagsmenn eru dreifðir um land allt. Önnur hugmynd er sú að áhugasamir félagsmenn greiði ákveðið gjald um- fram venjulegt árgjald og öðlist þar með atkvæðisrétt á aðalfundi. Þessi hug- mynd finnst mér hafa ýmsa galla þeirrar fyrri, auk þess sem hún gæti útilokað févana fólk frá þátttöku. Þriðja hugmyndin er þessi og hún finnst mér skást: að grunneiningar félags- ins verði starfshópar sem vinni að ýmsum verkefnum félagsins; hóparnir verði öllum opnir og sami félagi geti verið virkur í fleiri en einum hóp; einfaldur meirihluti hvers hóps ráði því hver hafi verið nægilega virkur til að teljast at- kvæðisbær; einfaldur meirihluti aðalfundar (eða stórfundar) geti komið í veg fyrir að þetta fyrirkomulag sé misnotað; aðalfundur kjósi útgáfuráð eða fram- kvæmdastjórn og ráði starfsfólk. Þetta fyrirkomulag kæmist næst því að vera í anda sósíalísks lýðræðis (sem mér finnst ekkert aukaatriði: ef við köllum okkur sósíalista, af hverju skyldum við þá starfa eins og eftirlegukindur miðalda? og ef við ölum okkur ekki upp sjálf í eigin praktík, hverjir gera það þá og með hverju?). Fyrirkomulagið gæti verið félaginu sá blóðgjafi sem það hefur lengi þarfnast. Það gæti í framtíðinni komið í veg fyrir svipaða stöðnun og einkennir það núna. Og það gæti tryggt sjálfstæða þróun þess. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.