Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 22
Erik Skyum-Nielsen Heimur fagurbókmennta og heimur vikublaða Haustið 1977 var haldið í Háskóla íslands námskeið sem nefndist „Trivial- bókmenntir — heimsmynd vikublaða“. Tilgangur námskeiðsins var í fyrsta lagi að skoða vikublöð í þjóðfélagslegu Ijósi. I eftirfarandi grein verður sagt frá nokkrum niðurstöðum af starfsemi námskeiðsins og reynt að svara tveimur spurningum: hver er mismunur fínna bókmennta og dægurbók- mennta? — og: á heimsmynd vikublaða, sú mynd manneskju og þjóðfélags sem birtist á síðum þeirra, eitthvað skylt við veruleikann? Fínar bókmenntir og dcegurbókmenntir Ef við lítum fyrst á það hvernig bókum og blöðum er dreift til kaupenda, þá er það áberandi að til eru í Danmörku tvö aðgreind dreifingarkerfi fyrir bækur og blöð. Annars vegar dreifingarkerfi fínu bókmenntanna, þar sem eru forlög og stórar bókaverslanir. Hins vegar dreifingarkerfi dægurbók- mennta, þar sem eru söluturnar og — í sívaxandi mæli — kjörbúðir. Les- andi fínna bókmennta er alltaf að „fylgjast með“. Hann les ritdóma dag- blaða, getur tekið þátt í umræðum um menningarleg efni og kaupir lesefni sitt í „sinni“ bókabúð. Hann hefur oft hærri menntun, hefur gengið í menntaskóla, kannske jafnvel í háskóla. Lesandi dægurbókmennta hins vegar fylgist ekki með nema með því að kaupa nýju blöðin í hverri viku, stundum reyfara eða klámsögu. Hann les frekar síðdegisblöð — B.T. og Ekstra Bladet — en morgunblöð eins og Berlingske Tidende og Politiken, svo ég nefni ekki Information, dagblað háskólamanna. Dægurlesandinn les aldrei ritdóma, því að þeir eru birtir í blöðum sem hann les ekki, og þeir fjalla auk þess ekki um þær bókmenntir sem hann les. Hann er óvirk- ur í menningarumræðum, sumpart vegna þess að menningarumræða fer fram á stöðum og í fjölmiðlum sem hann nálgast aldrei, og sumpart vegna 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.