Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 22
Erik Skyum-Nielsen
Heimur fagurbókmennta
og heimur vikublaða
Haustið 1977 var haldið í Háskóla íslands námskeið sem nefndist „Trivial-
bókmenntir — heimsmynd vikublaða“. Tilgangur námskeiðsins var í fyrsta
lagi að skoða vikublöð í þjóðfélagslegu Ijósi. I eftirfarandi grein verður
sagt frá nokkrum niðurstöðum af starfsemi námskeiðsins og reynt að svara
tveimur spurningum: hver er mismunur fínna bókmennta og dægurbók-
mennta? — og: á heimsmynd vikublaða, sú mynd manneskju og þjóðfélags
sem birtist á síðum þeirra, eitthvað skylt við veruleikann?
Fínar bókmenntir og dcegurbókmenntir
Ef við lítum fyrst á það hvernig bókum og blöðum er dreift til kaupenda,
þá er það áberandi að til eru í Danmörku tvö aðgreind dreifingarkerfi fyrir
bækur og blöð. Annars vegar dreifingarkerfi fínu bókmenntanna, þar sem
eru forlög og stórar bókaverslanir. Hins vegar dreifingarkerfi dægurbók-
mennta, þar sem eru söluturnar og — í sívaxandi mæli — kjörbúðir. Les-
andi fínna bókmennta er alltaf að „fylgjast með“. Hann les ritdóma dag-
blaða, getur tekið þátt í umræðum um menningarleg efni og kaupir lesefni
sitt í „sinni“ bókabúð. Hann hefur oft hærri menntun, hefur gengið í
menntaskóla, kannske jafnvel í háskóla. Lesandi dægurbókmennta hins
vegar fylgist ekki með nema með því að kaupa nýju blöðin í hverri viku,
stundum reyfara eða klámsögu. Hann les frekar síðdegisblöð — B.T. og
Ekstra Bladet — en morgunblöð eins og Berlingske Tidende og Politiken,
svo ég nefni ekki Information, dagblað háskólamanna. Dægurlesandinn
les aldrei ritdóma, því að þeir eru birtir í blöðum sem hann les ekki, og
þeir fjalla auk þess ekki um þær bókmenntir sem hann les. Hann er óvirk-
ur í menningarumræðum, sumpart vegna þess að menningarumræða fer
fram á stöðum og í fjölmiðlum sem hann nálgast aldrei, og sumpart vegna
12