Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 23
Heimur fagurbókmennta og heimur vikublaða þess að hann hefur alltaf vanist að þegja og láta yfirmenn sína tala. Dægur- lesandinn hefur nefnilega ekki lært að tjá sig, en hefur stutta skólamennt- un, ef til vill verkmenntun, þar sem áherslan var ekki lögð á málfæri. Það ber líka að hafa í huga að dægurlesandinn er yfirleitt kona, en það vita allir að í okkar þjóðfélögum hljóta konur styttri menntun en karlar, og hvað opinberar umræður snertir eru þær vanar að þegja og láta (yfir)- mennina tala. Framleiðslukerfi þessara tveggja tegunda bókmennta eru oft aðskilin líka. En hér eru undantekningar eins og Berlingske útgáfufyrirtækið sem framleiðir tvö dagblöð (á höfuðborgarsvæðinu, en auk þess rekur það fjölda blaða úti á landi), eitt vikulegt fréttayfirlit í dagblaðsformi (Weekend- Avisen), tvö vikublöð (S0ndags-B.T. og Billed-Bladet) og bækur um heim- speki, sögu og pólitík (Berlingske Leksikon Bibliotek). Þarna er sem sé um stóriðnað að ræða. Annars er reglan sú, að fínar bókmenntir og dægur- bókmenntir eru framleiddar og seldar á aðskildum stöðum. Tvö stórfyrir- tæki, sem framleiða eingöngu lesefni af léttara taginu, eru Gutenberghus, sem gefur út Hjemmet, Hendes Verden, Alt for Damerne, Andrés önd, Astrík o. fl., og Carl Allers Etablissement, sem framleiðir Familie-Journal- en, Feminu, Ude og Hjemme og Se og H0r. Ennfremur gefur Carl Aller út tvö karlmannablöð með klámi og ofbeldi; þau eru Ugens Rapport og Express, en þau koma út hjá dótturfyrirtæki Allers, svo að ekki sé hægt að halda því fram að fyrirtækið sem slíkt reki svona skítablöð. Þau þrjú risafyrirtæki, sem hér eru nefnd, gefa út milli tveggja og tveggja og hálfrar milljónar blaða á viku. Hér er um að ræða miklu miklu meiri iðnað en hjá til dæmis Gyldendal. En þó er aldrei talað um vikublöð, þau eru aldrei ritdæmd, né heldur þær bækur sem lesendur vikublaða lesa.1 Fíni litteratúrinn fær fjárhagslegan stuðning frá ríkinu, og höfundar fínna bókmennta hljóta styrk til að skrifa. Dægurbókmenntir þurfa ekki stuðnings með, og þeir sem stjórna framleiðslu léttbókmennta græða nóg til þess að lifa. Fínar bókmenntir hljóta opinbera viðurkenningu, dægur- bókmenntum er alltaf sýnd fyrirlitning. Þeir sem lesa fagurbókmenntir virða ekki þá sem lesa dægurbókmenntir, og öfugt: lesendur klámsagna, reyfara og vikublaða telja sitt lesefni vera hið rétta og góða. Með þessu er ég ekki að halda því fram að vikublöð séu lestrar verð. I mínum augum eru vikublöð og aðrar dægurbókmenntir draumaiðnaður og blekking, hugmyndafræðileg kúgunartæki sem ekki bara halda alþýðu niðri í menningarlegri óvirkni, heldur gefa líka af sér gífurlegan gróða. 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.