Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 28
Tímarit Máls og menningar Vikublöð auglýsa sjálf sig og auglýsa vörur og aftur vörur; þetta á þó meira við kvenna- og fjölskyldublöð en karlmannablöð, en vandaðasta efni klám- og ofbeldisblaða eru litmyndir af berum kvenmönnum, og má því lýsa hlutverkaskiptingu kynjanna í neysluheimi vikublaða með því að segja að konur neyta vöru, en karlar neyta kvenna. Auglýsingaeðli vikublaða kemur líka fram í uppsetningu einstakra greina, sem minnir á dönsku síðdegisblöðin B.T. og Ekstra Bladet, þar sem fyrirsagnir eru oft stærri en greinar, jafnvel á síðum inni í blaðinu. Greinar vikublaða eru nær allar skreyttar með Ijósmyndum eða teikningum, og oft er það myndin fremur en textinn sem festist í minni lesenda. Oft kemur fyrir að það sem sagt er frá í fyrirsögnum stendur alls ekki í textanum. Samband fyrirsagnar og texta samsvarar með öðrum orðum sambandi (falskrar) auglýsingar og vöru. Ef við skilgreinum eðli vikublaða á þann hátt að það sé auglýsing vöru, blaðs og texta, getum við séð þetta frá sjónarhóli framleiðenda annars vegar og lesenda hins vegar. Frá sjónarhóli framleiðenda skiptir í raun og veru engu hvort blaðið hefur notagildi fyrir lesendur, heldur eingöngu hvort þeir kaupa það eða ekki. Það þarf að gefa blaðinu blæ nota- gildis, að skapa fyrirheit um notagildi. Dæmi: Þegar nánar er á litið eru allar tegundir af uppþvottaefni eins. I því er vatn og sápa. Til þess að geta selt uppþvottaefni þarf maður að gefa kaupandanum fyrirheit um notagildi sem nær út fyrir það að þvo upp. Og okkur er því sagt að þetta eða hitt uppþvottaefni sé eins gott og handáburður, eða að það sé sítrónulykt af því, sem hlýmr nú að vera alveg sama fyrir diskana. Viku- blaðaauglýsingar höfða bæði til aðalþarfar og aukaþarfar, en stundum fer meirihluti efnis í að undirstrika fullnægingu aukaþarfar, eins og sjá má í auglýsingu fyrir Ajax uppþvottaefni þar sem tvær litmyndir sýna álakrá þar sem menn borða (góðan) mat í þægilegu umhverfi, en á síðustu mynd eru sýndir fiskar og glös sem búið er að þvo upp. Uppþvotturinn sjálfur er „gieymdur", því að hann er leiðinlegur. Við skulum taka fyrir aðra auglýsingu sem fjallar um ást og súkkulaði. Við erum heima, það er föstudagskvöld. Vinnan er búin, börnin komin í rúmið og ungu fallegu hjónin komin í fínu fötin til þess að láta sér líða reglulega vel saman. Það er gefið í skyn að þau ætli að fara í bólið, þegar þau eru búin að borða tólf og hálft stykki af piparmintusúkkulaði. Súkku- laðið er, eins og við sjáum á myndinni, tæki konunnar til að fá manninn í rúmið til sín, gamla sagan um eplið. En nú erum við á tímum um- 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.