Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 33
Heimur fagurbókmennta og heimur vikublaða Þjóðfélag og kjamafjölskylda Blöð eins og Billed-Bladet og Se og H0r birta myndir og frásagnir af aðals- mönnum, auðkýfingum og — í vaxandi mæli — körlum og konum sem hafa hlotið frægð gegnum sjónvarp og skemmtiiðnað. Leikarar eru eini þjóðfélagshópurinn sem við hitrum á vinnustað, þegar þeir taka þátt í kokkteilveislum og frumsýningarpartíum. En við hliðina á þessum mynd- skreyttu sögum úr heimi sem hinn venjulegi lesandi kemst aldrei nærri eru birtar sólskinsfrásagnir um menn eins og þig og mig; þarna eru hjón sem eru blind og átmtíuogníu ára gamall karl sem ferðast um Jótland á reiðhjóli til þess að selja bændum ullarnærföt. Svona verða allir glaðir: hinn skjóti glæsiferill í anda einstaklingshyggju og líberalisma getur orðið framtíð okkar allra — hver veit — en ef miður gengur er gott að þekkja þann stað sem guð ætlaði okkur, og lifa í auðmjúkri sælu. I Familie-Jour- nalen frá 19. september 1977 er sagt frá tveimur mönnum sem hafa náð á sinn áfangastað í tilverunni: annars vegar mikill skipaeigandi, sem byrj- aði sem foreldralaus og fátækur piltur, hins vegar Einar Pedersen bóndi, sem er ljósmyndaður á hjóli sínu og sem sagt er frá undir hinni dásamlegu fyrirsögn: „Einar lever i pagt med den vestjyske natur". Tilraun vikublaða til að koma til móts við lesandann gengur sem sagt mjög langt. Það er alltaf gert ráð fyrir að lesandinn lifi í kjarnafjölskyldu með tveimur börnum og hefðbundinni hlutverkaskiptingu karls og konu. Hjónabandið er efsta stig mannlegrar gæfu, kona sem eignast ekki börn er skrýtin, maður sem vinnur heima er óþekkt fyrirbæri. Það er dregin upp mynd af manneskju og þjóðlífi sem endurspeglar hinar afturhalds- sömusm hugmyndir um karla og konur, fjölskyldu og þjóðfélag. Heimur vikublaða er heimur heimilis og hjónabands. Ef blöðin fara út fyrir þessi mörk og segja frá fólki sem gerir eitthvað, er jafnframt tekið fram hvernig fjölskyldulífi þess sé háttað og séð til þess að það sé sett nákvæmlega á mörkum hversdagsins og hins óþekkta heims kvikmyndastjarna og prinsa. Enda þótt mikilvægar breytingar eigi sér stað í þjóðfélögum okkar breyt- ist hinn hugmyndafræðilegi kjarni vikublaða ósköp lítið. Þó hefur af- staðan til útivinnu kvenna breyst. A sjöunda áratug var algengt í Dan- mörku, ekki síst í blöðum fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu, að fjalla um útivinnu kvenna sem möguleika, þó að best væri að þær gegndu aðeins hlutverki móður, húsmóður og ástkonu. En á áttunda áratug hafa blöðin tekið nýja sveiflu, og mjög áberandi afturkippur hefur orðið í afstöðu 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.