Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 46
Tímarit Máls og menningar
í hinu hefðbundna hlutverki auðsveipninnar. Bóndi hennar sér að vísu að
sér einnig, en þegar á heildina er litið hafa hans karlmennskusyndir að
mestu verið afsakaðar með göllum konunnar eins og hún áður var. Sið-
ferðilegur sigur hefur unnist, vonargleði hinna farsælu málaloka blasir
við. Þjóðfélagið kemur þessum málum harla lítið við og ber enga ábyrgð
á því hvort vel eða illa fer.
Ættarböndin við afþreyingarskáldsöguna koma og fram í því, að persón-
urnar eru fremur einfaldar að gerð og óbreytanlegar. Hver þeirra bregst jafn-
an með einum og sama hætti við þeim endurteknum dæmum um afleitan
heimilisbrag sem er meginefni sögunnar. Um leið eru sálfræðilegar for-
sendur fyrir orðum og athöfnum einatt í mjóslegnara lagi.
Sérkenni þessarar sögu koma m. a. fram í því, að spennu er uppi haldið
ekki hvað síst með leik höfundar að sögusamúð. Þetta getur gerst með
því að um skeið hefur höfundur haldið að lesendum einungis neikvæðum
upplýsingum um feril og framkomu persónunnar, en allt í einu snýr hann
við blaðinu og kemur fram með eitthvað það sem henni verður til máls-
bóta. Þessi aðferð kemur skýrast fram í lýsingu Sigurborgar, sem fyrr
segir. Skömmu eftir að hún hefur fallið dýpst í vitund lesanda (þegar hún
vildi drepa „hórbarnið") fáum við í fyrsta sinn að heyra verulegar máls-
bætur í hennar þágu. Það er minnt á erfiða daga hennar hjá vandalausum
í bernsku: „Þetta var óttalegur kulda- og harðneskjubragur á heimilinu
þar sem Borga mín ólst upp. Sífellt rifrildi og barsmíð meira að segja“
(115) segir móðir hennar, Rakel, við Hannes. En rétt á eftir er þessi
samúð með Sigurborgu aftur frá lesanda tekin: hún sér eftir því að hafa
ekki kæft Jóa litla! (117). Nú mundu sumir ætla að sveiflur af þessu tagi
setji Guðrúnu frá Lundi niður í nokkurri fjarlægð frá reyfaranum, hún
sjái persónur sínar „aldrei algóðar eða úrhrök, en mannlegar“ (Þorsteinn
M. Jónsson í formála að „Gulnuðum blöðum', 1968). En þetta skiptir litlu,
flestir afþreyingarhöfundar hafa eins og kunnugt er rænu á að nota fleiri
liti en svart og hvítt. Hinar sérstæðu sveiflur í sögusamúð hjá Guðrúnu
frá Lundi eru að líkindum tengdar því, að hún þekkir lítt til áætlanagerðar
atvinnuhöfunda um framvindu sögu. Aðferð hennar er líkust daglegum
sveiflum í rabbi fólks um kunningja og nágranna, sveiflum sem tengdar
eru nýjum fréttum eða orðrómi í byggðarlagi — en orðrómur er einmitt
einkar veigamikil sögupersóna hjá Guðrúnu.
En víkjum þá nánar að þeim þáttum sem draga fram mun á sögu Guð-
rúnar frá Lundi og alþjóðlegri eða skandinavískri afþreyingarsögu. I
34