Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 49
Þráinn Bertelsson
Um fínar bókmenntir og ófínar
Ennþá hefur enginn orðið til þess að mótmæla því að íslendingar lesi
mikið, en þeim mun meir er talað um að bókmenntaþjóðin sé lögst í
kerlingabækur, reyfara, dellubækur um stórgáfaðar verur utan úr geimn-
um, klámsögur, ævisögur og ellióra, hjátrúarþætti og hindurvitna og lýsingar
á tíðarfari, búskaparháttum og sjósókn um og fyrir aldamótin.
Sumum þykir þetta Ijótur lestur og hefur þó enn ekki verið orði vikið
að þeirri unun sem þjóðin hefur af æsifréttum í dagblöðum: Tíðindi af
fjársvikum, prettum ellegar bara ergi háttsettra manna í þjóðfélaginu vekja
meiri athygli og umtal heldur en góðar og hollar bækur fullar með orð-
fimi og speki valinkunnra höfunda. Einlægt uppgjör höfunda við sjálfa sig,
fyrra líferni, gamlar kærusmr, Morgunblaðið, Jósep Stalín eða fallandi
haustlauf kemur minna við fólk heldur en hóstakjöltur í Kröflu eða nýstár-
leg fylliríisuppátæki, eins og að stinga sér niður um reykháf á nýársnótt.
Af þessu er hægt að draga fjölmargar ályktanir um bókmenntaþjóðina
— og flestar rangar:
Þrátt fyrir þetta er hæpið að fullyrða að íslenska þjóðin „sem slík“
(hvað sem það nú þýðir) hafi slæman bókmenntasmekk. Hverjum dettur
til dæmis í hug að segja að þjóðin velji sér lesefni ótrufluð, þannig að
menningar- og greindarvísitölu hennar megi lesa af tölfræðiskýrslum bók-
sala og bókasafna? Utgefendur velja að sjálfsögðu útgáfubækur sínar, og
jafnvel þótt ekki séu allir útgefendur einvörðungu að slægjast eftir fljót-
teknum gróða þá má það vera hverjum manni ljóst að arðsemissjónarmið
hlýtur að ráða miklu um val þeirra.
Fólki er svo náttúrlega frjálst að velja úr þeim bókum, sem útgefendur
hafa valið að gefa út, en ótruflað fær það ekki að velja. Það ofurkapp
sem lagt er á að auglýsa bækur sem líklegar eru til að ganga í augun á
fólki sýnir vel, að útgefendur þekkja áhrifamátt þess fjármagns sem varið
er til auglýsinga. Og auðvitað er mest kapp lagt á að auglýsa þær bækur,
sem útgefendum þykja sölulegar.
Sem betur fer er fólk þó ennþá óútreiknanlegt. Þrátt fyrir að oft hafi
37