Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 52
Tímarit Máls og menningar slá málinu á frest með því að segja, að fróðlegt verði að sjá næstu bók þessa höfundar. A morgun segir sá lati. Nú. Seljist bókin í sæmilegu upplagi er hætt við því að útgefandinn vilji fá aðra bók, helst nákvæmlega eins, fyrir næstu jól. Höfundinum er talin trú um að hann/hún hafi hvergi nærri gert efninu tæmandi skil og þjóðin bíði nú með öndina í hálsinum eftir að fá ábót, eins og það heitir á kaffihúsamáli. Það er tvennt, sem rithöfundar gangast upp við, rétt eins og annað fólk, skjall og peningar. Onnur bók er skrifuð. Og sú þriðja. Og þannig áfram, þartil lesendurnir eru orðnir leiðir á að kaupa sömu bókina á hverjum jólum og útgefandinn búinn að finna annan metsölu- höfund til að gandríða. Það er sorgarsaga. Ekki var það þó tilgangur þessara skrifa að biðja gagnrýnendur og bókaútgefendur að fara mjúkum höndum um alla afþreyingarhöfunda og ófínar bókmenntir, né heldur að prédika fyrir skáldum að þau láti lárviðar- sveig sinn að skiftum fyrir kufl og daggarð glæpasöguhöfundar. Innan hverrar bókmenntagreinar eru ólíkar skoðanir, stefnur og að- ferðir á stjái, þar að auki á hver bókmenntagrein sér ákveðinn hóp aðdá- enda eða að minnsta kosti neytenda, og hér er ekki farið fram á annað en að allar bókmenntagreinar megi njóta sjálfsagðs jafnréttis og að niður verði lögð sú hin leiða skifting bókmennta í fínar og ófínar, en sú skift- ing líkist helst alhæfingunni gamalkunnu, sem segir að allir þjóðverjar séu frekir, allir skotar nískir, allir danir matglaðir, allir írar drykkfelldir og allir íslendingar höfðingjar og skáld. Til allrar hamingju er það líkt með ófínu bókmenntunum og kvenfólk- inu að heldur virðist mjakast á leið í jafnréttisátt. Náttúrlega er löng leið fyrir höndum, en það er þó allavega skárra að vera kominn á loft heldur en að sitja og bíða flugveðurs. Eitt spor í rétta átt er að Mál og menning tók upp á því að gefa út glæpasögu núna fyrir jólin, bók eftir sænsku hjónin Maj Sjöwall og Per Wahlöö og heitir Morðið á ferjunni, skáldsaga um glæp. (Undirrituðum er reyndar málið ofurlítið skylt, því hann lét til leiðast að snara bókinni á íslensku). Til að forðast enn einn misskilninginn er rétt að geta þess hér og nú, að það eitt að gefa út glæpasögu er síður en svo neitt spor í framfaraátt. Framfarirnar eru fólgnar í því að fyrirtæki sem hingað til hefur látið sér tiltölulega annt um bókmenntalega virðingu sína gefur út glæpasögu og 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.