Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 60
Tímarit Máls og menningar
Mir ist als ob ich die Hánde
aufs Haupt dir legen sollt’,
betend, dasz Gott dich erhalte
so rein und schön und hold.
Lítum á nokkur íslenzk upphöf þessa ljóðs:
Þú ert sem bláa blómið
svo blíð og hrein og skær. (B. Grönd.)
Þú yngismey ert sem blómið
svo yndisfríð, hrein og skær. (Stgr. Th.)
Mér lízt þú líkust blómi,
svo ljúf og væn og hrein. (Gestur.)
Þú ert sem blómstrið eina
svo yndishrein og góð. (H. Hafst.)
Þú vex sem blóm á vori
svo væn og björt og hrein. (M. Asg.)
En hvað sagði Heine sjálfur? — Það þykir furðu gegna um Heine,
hvað hann nær oft miklum einfaldleik í upphaf ljóða sinna, svo það er
ekki meir en svo ljóst, hvort hann ætlar að fara að þylja kvæði, eða ein-
ungis að spjalla um daginn og veginn á óbundnu máli. Stundum kemur
einhver hversdagsleg athugasemd, sem kannski á fyrir sér að verða að
stórfenglegu ljóði áður lýkur. Fræg dæmi af því tagi eru t. d. lch weisz
nicht was soll es bedeuten, dasz ich so traurig bin, eða Nach Frankreich
zogen zwei Grenadier’, die waren in Ruszland gefangen. — Hér segir hann:
Du bist wie eine Blume. Það er, eins og hans var von og vísa, einfald-
leikinn sjálfur, svo óbrotinn og eðlilegur sem verða mátti. Hann horfir á
ungan telpuhnokka, hugfanginn af yndisleik bernskunnar, og honum verð-
ur að orði: Þú ert eins og blóm. — Það er eins og hann segi þetta ósjálf-
rátt. Það er eins og orðin séu töluð um leið og kenndin á bak við þau
læmr á sér bæra, og tilviljun að þau falla í bragform: Þú ert eins og blóm,
svo yndisleg og hrein. Undir eins finnur hann til angurs, en hann segir
ekki hvers vegna; þess er víst ekki þörf; og angrið verður að bæn: Mig
langar til að leggja höndina á kollinn á þér, að biðja guð, að þú verðir
alltaf svona, hrein og yndisleg.
Var þá hugsanlegt, að hann segði: Þú ert sem bláa blómið? Nei, það
48