Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 65
HeilsaSi hún mér cLrottningin
þýðingu þessari virðist Jónas milda viljandi það sem honum hefur þótt
rómantískur óhugnaður. Fyrsta erindið er svona:
Der Abend kommt gezogen,
der Nebel bedeckt die See,
geheimnisvoll rauschen die Wogen,
da steigt es weisz in die Höh.
Það er athyglisvert, að orðið geheimnisvoll, þetta eftirlæti rómantísku
skáldanna, vantar í þýðingu Jónasar. Ekki var það vegna þess að hann
kæmi því ekki fyrir, úr því hann lét skeika að sköpuðu um lengd kvæðis-
ins. I upphafi þriðja erindis segir skáldið:
Sie driickt mich und sie preszt mich,
und mht mir fast ein Weh.
En í þýðinguna vantar efni síðari ljóðlínunnar. Og í fjórða erindi segir
hafmeyjan:
Ich presz’ dich in meinen Armen,
und driicke dich mit Gewalt.
Þar vantar einnig í þýðinguna efni síðari línunnar, sem raunar minnir
nokkuð á það sem nágranni þýzku rómantíkurinnar, Goethe, læmr álfa-
kónginn segja: UncL hist du nicht 'willig, so hrauch’ ich Gewalt. Jónas snýr
kvæðinu upp í gagnkvæma vinsemd og elsku til allrar náttúru. I>að er eins
og hann hafi alltaf haft nokkurn fyrirvara um sína eigin rómantík. A
einum stað í þýðingunni er gyðjan Affródíta komin á dagskrá frá eigin
brjósti Jónasar, og hefur hann þá, sér til yndis, bmgðið sér á klassiskan
hnotskóg hins gríska goðheims.
Smáljóðið Hispursmey stóð við ströndu er ein þeirra fáu af Heines-þýð-
ingum Jónasar, þar sem kalla má, að bragarhætti frumkvæðis sé fylgt.
Þó slakar Jónas á ríminu, sem raunar er meira í þetta sinn en Heine læmr
að jafnaði duga á þennan bragarhátt. Þýðingin er svona:
Hispursmey stóð við ströndu
og stundi þungt og hátt;
því sólin var að setjast
við svala vesturátt.
53