Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 66
Tímarit Máls og menningar
Hispursmey, verið hressar!
hér á ég góð kann skil:
röðullinn rennur frammi
og rís hér baka til.
En þýzka Ijóðið er á þennan veg:
Die Fráulein stand am Meere
und seufzte lang und bang,
es riihrte sie so sehre
der Sonnenuntergang.
Mein Fráulein! sei’n Sie munter,
das ist ein altes Stiick;
hier vorne geht sie unter
und kehrt von hinten zuriick.
Helzti munurinn er kannski sá, að Heine segir einungis Fráulein, sem
í sjálfu sér er hlutlaust orð og saklaust; en Jónas hefur í þess stað hispurs-
mey í bæði skipti, og e. t. v. má svo kalla, að afdráttarlaus limr þess orðs
sé ótímabær. Og auðvitað er kehrt zuruck öllu markvísara í þessu sam-
bandi en rís. I>að er sem sé óþarfi að harma hvarf sólarinnar, því hún
skilar sér alltaf afmr, „das ist ein altes Stúck“. Þarna gerir Heine góðlát-
legt gys að hinu rómantíska skáldi, sjálfum sér.
Þetta var sá bragarháttur, sem Heine hafði hvað mestar mæmr á. Og
það er þessi hátmr, sem Jónas notar á allan kvæða-flokkinn Annes og
eyjar. En þar er fleira sem minnir á Heine. Olíkinda-skop hins þýzka háð-
snillings kemur þar hvað eftir annað ljóslifandi. Tökum t. d. Amarfells-
jökul, gamansemina, þegar lýst er leiðangri Dana á öræfum Islands, sem
auðvitað snýst í linnulaust brambolt við matargerð og át; og svo napurt
spottið í lokin, þar sem vikið er að vísindalegum árangri þessa leiðangurs:
Uppi undir Arnarfelli,
allri mannabyggð fjær,
— það er eins satt og ég sit hér —
þar sváfu Danir í gær.
Og er þeir fóm á fætur,
fengu þeir eld sér kveikt,
og nú var setið og soðið
og sopið og borðað og steikt.
54