Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 67
Heilsaði hún mér drottningin Okunnugt allt er flestum inni um þann fjalla geim; þeir ættu að segja oss eitthvað af Arnarfellsjökli þeim. Þetta Ijóð ber gleggri svip af Heine en nokkur þýðing Jónasar. Og svo er um fleira í þessum bálki. Ef við lítum að lokum á kvæðið Réttarvatn, þá er þar sami Heines- hátturinn á bragnum; en nú er tónninn allur annar. Þar ræður angurvær alvara ríkjum, og hún dýpkar í lokin, og vísar til baka yfir kvæðið, og vekur grun um að e. t. v. búi fleira undir en sagt er: Efst á Arnarvatns-hæðum oft hef ég fáki beitt; þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norður-ásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér; ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Þetta er nokkuð undarlegt kvæði. Skáldið segist „oft“ hafa beitt hér fáki. Eflaust hefur Jónas nokkrum sinnum farið hér um, bæði á skóla- árum sínum og síðar, svo að vel má þetta til sanns vegar færa. En hér er annað, sem vekur e. t. v. meiri furðu. Hvers vegna segir hann: „A engum stað uni ég mér eins vel og þessum“? Og hann segir ekki „undi mér“, heldur „uni mér“. Skyldi hann hafa lagt leið sína á þessar slóðir oftar en sögur fóru af? Hafði „fákurinn“ ef til vill í þau skipti verið vængjaður? Og hvert var erindið? Höfðu kannski fleiri en jökullinn geymt í minni eitthvað sem hér hafði verið talað? Eða er hátindur Ijóðsins aðeins skemmti- lega orðuð athugasemd í kvæðislok um alveldi jökulsins í kyrrð auðnar- innar? Víst má svo vera. En hvers vegna gerir skáldið þá slíkar gælur við eina litla grastó „undir norður-ásnum“, þar sem „lækur líður“ framhjá? 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.