Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 67
Heilsaði hún mér drottningin
Okunnugt allt er flestum
inni um þann fjalla geim;
þeir ættu að segja oss eitthvað
af Arnarfellsjökli þeim.
Þetta Ijóð ber gleggri svip af Heine en nokkur þýðing Jónasar. Og svo er
um fleira í þessum bálki.
Ef við lítum að lokum á kvæðið Réttarvatn, þá er þar sami Heines-
hátturinn á bragnum; en nú er tónninn allur annar. Þar ræður angurvær
alvara ríkjum, og hún dýpkar í lokin, og vísar til baka yfir kvæðið, og
vekur grun um að e. t. v. búi fleira undir en sagt er:
Efst á Arnarvatns-hæðum
oft hef ég fáki beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir norður-ásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
Á engum stað ég uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.
Þetta er nokkuð undarlegt kvæði. Skáldið segist „oft“ hafa beitt hér
fáki. Eflaust hefur Jónas nokkrum sinnum farið hér um, bæði á skóla-
árum sínum og síðar, svo að vel má þetta til sanns vegar færa. En hér er
annað, sem vekur e. t. v. meiri furðu. Hvers vegna segir hann: „A engum
stað uni ég mér eins vel og þessum“? Og hann segir ekki „undi mér“,
heldur „uni mér“. Skyldi hann hafa lagt leið sína á þessar slóðir oftar
en sögur fóru af? Hafði „fákurinn“ ef til vill í þau skipti verið vængjaður?
Og hvert var erindið? Höfðu kannski fleiri en jökullinn geymt í minni
eitthvað sem hér hafði verið talað? Eða er hátindur Ijóðsins aðeins skemmti-
lega orðuð athugasemd í kvæðislok um alveldi jökulsins í kyrrð auðnar-
innar? Víst má svo vera. En hvers vegna gerir skáldið þá slíkar gælur við
eina litla grastó „undir norður-ásnum“, þar sem „lækur líður“ framhjá?
55