Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 69
Noam Chomsky og Edward S. Herman
Bandaríkin og mannréttindi
í þriðja heiminum
Það er varla að sjá að Víetnamstríðið hafi skilið eftir nein markverð spor
innan stjórnkerfis Bandaríkjanna. Það er að mestu sama fólkið sem heldur
um stjórnvölinn og einokar aðgang að fjölmiðlum; gagnrýnin á stríðið
hefur hljóðnað eða verið þögguð niður; og fjölmiðlarnir hafa ekki leyft
að hin fjölmörgu subbulegu smáatriði í sambandi við veru okkar í Víet-
nam eyðilegðu goðsögnina um miskunnsemi Bandaríkjanna og umhyggju
þeirra fyrir framgangi lýðræðis í öðrum löndum. Goðsögn þessi hefur
staðið óhögguð þrátt fyrir hraðvaxandi „brasilíaníseringu" í þriðja heimin-
um á liðnum áratug, iðulega undir virkri forystu Bandaríkjanna með tíðum
stjórnbyltingum, mikilli og vaxandi kúgun, líkamlegum pyntingum, fang-
elsunum, morðsveitum og dularfullum mannshvörfum, öllu innan áhrifa-
svæðis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir þetta samhengi staðreyndanna getur það
ríki, sem ber ábyrgð á Somoza fjölskyldunni, Iranskeisara, Marcos, Park,
Pinochet, Suharto og brasilísku herforingjunum, básúnað baráttu fyrir
mannréttindum um allan heim og verið tekið af dýpsm alvöru.
Heilaþvottur í skjóli frelsis
Þetta eru allt skýr dæmi um hina ákaflega vanmetnu möguleika þess, sem
við getum kallað „heilaþvott í skjóli frelsis". Það er mjög eftirtektarvert
hvað kerfið — þ. e. hinir áhrifameiri valdahópar kerfisins og talsmenn
þeirra í fjölmiðlum og kennslu — getur náð miklum árangri við að hag-
ræða sögunni og mynda skoðanir gagnvart henni og túlkun samtíma-
atburða í samræmi við eigin hagsmuni. I bakgrunni mannréttindaumræð-
unnar síðan 1945 felst dæmalaus alþjóðleg efnahagsútþensla Bandaríkj-
anna, hernaðarleg uppbygging þeirra um alla jörð með 3375 erlendum
herstöðvum, sem í reynd umlykja bæði Sovétríkin og hið kommúníska
57