Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 75
Bandartkin og mannréttindi t þriðja heiminum
íngar, Black-Panther-félagar og aðrir stjórnarandstæðingar voru brenni-
merktir sem ofbeldis- og hryðjuverkamenn af ríkisstjórn sem á níu ára
tímabili henti fjórum milljónum tonna af sprengjum yfir lítið bændaland
sem engin tök hafði á að verja sig. Barsmíðar á mótmælendum, njósnir
innan raða hinna ýmsu skoðanahópa, ögrunaraðgerðir af hálfu útsendara,
jafnvel hlutdeild alríkislögreglunnar FBI í pólitískum tilræðum var ekki
nefnt neinum slíkum nöfnum.
I málfari fjölmiðla nú heita argentínskir skæruliðar, sem ráðast á lög-
reglustöð, hryðjuverkamenn, en lögregla og her, sem drepa skæruliða, eru
að gæta laga og reglu — jafnvel þegar þau nota eða styðjast við „morð-
sveitir", sem ræna og myrða verkalýðsleiðtoga, vísindamenn, pólitíska
áhrifamenn, presta og eiginkonur og börn manna sem eru í andstöðu við
stjórnarklíkuna. Bæði opinberar heimildir og Amnesty International telja
að meira en 1300 manns hafi verið myrtir í Argentínu á árinu 1976 einu
saman, morð sem framin eru af lögreglu eða lögreglutengdum morðsveit-
um. Þar á móti telur Deild bandaríska utanríkisráðuneytisins til útrýmingar
hermdarverka að í öllum heiminum hafi 292 menn látið lífið af völdum
hryðjuverkastarfsemi á árunum 1973 til 1976.4 Yfirleitt er mannránum
og morðum í Argentínu ekki veitt nein sérstök athygli í Bandaríkjunum,
en stundum er skýrt frá þeim í þriggja línu baksíðuklausu, þá með mál-
fari þeirra opinberu aðila, sem beita hryðjuverkum, eða þá að Juan de
Onis skrifar þær upp í Neiv York Times alveg hlutdrægnislaust: öfga-
menn til hægri og vinstri eru önnum kafnir við að eyðileggja hvorir aðra
með ofbeldi, þar sem hægri menn virðast hafa örlitla forystu í kapphlaup-
inu; mitt á milli er Videla hershöfðingi sem reynir eftir megni að hafa
hemil á skálmöldinni en er stöðugt vonsvikinn vegna hins óskýrða víg-
búnaðar.
Sömuleiðis eru „venjulegar" ógnanir lögreglunnar, manndráp og pynt-
ingar í löndum eins og Brasilíu varla taldar frásagnarverðar í Bandaríkj-
unum. Brasilísku morðsveitirnar, sem eru að nokkru skipaðar mönnum úr
lögreglunni, urðu til 1964 og hafa lifað góðu lífi síðan. Þær eiga sér
eignir og gefa út dagblað, O Gringo. Og þau morð, sem þær bera ábyrgð
á, skipta þúsundum. 20. apríl 1970 segir Jornal do Brasil:
í Guanabara og í Riohéraði einu saman er fjöldi dauðsfalla af völd-
um morðsveitanna yfir 1000, þ. e. nærri 400 á ári. A fórnarlömb-
unum má sjá merki ónauðsynlegrar harðýðgi. Til dæmis fundust á
61