Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 79
Bandaríkin og mannréttindi í þriðja heiminum
augljós hverjum þeim sem hefur lesið sér til í sögu þriðja heimsins á síðari
árum. I flestum hinna umræddu landa hefur aðstoð að tilhlutan Banda-
ríkjanna verið í réttu hlutfalli við „fjárfestingarandrúmsloftið" og í öfugu
hlutfalli við veg lýðræðis og mannréttinda. Einungis í dæmum Suður-
Kóreu og Thailands er reglunni við snúið. Suðurkóreanska undantekning-
in var skýrð hér að framan. I línunni fyrir Thailand kemur fram snögg
lækkun á efnahags- og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna eftir að skref voru
stigin í átt til lýðræðislegra stjórnarfars í október 1973, lítið eitt meiri
lækkun en nemur mismuninum í lánum Bandaríkjanna og fjölþjóðastofn-
ana. En obbinn af lánunum var stórt lán frá Alþjóðabankanum á árinu
1974, meðan vald Thai-forysmnnar var ennþá mjög traust. Á árinu 1975
hröpuðu lán Alþjóðabankans í núll fyrsta sinni í heilan áramg. Það er
rétt að taka fram að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Thailand jókst
stórlega árið 1976 (það kemur ekki fram í töflunni), sem efalaust greiddi
fyrir valdaráni gagnbyltingarafla í október 1976.
Reglan, sem hér hefur verið flett ofan af, er ljós, markviss, rökræn og
ljót. Mannréttindin hafa haft tilhneigingu til að vera efnahagslegum hags-
munum Bandaríkjanna þrándur í göm — og þeim hefur þar af leiðandi
verið sópað til hliðar, kerfisbundið. Efnahagslegir hagsmunir Bandaríkj-
anna í þriðja heiminum hafa alið af sér þá stefnu að hamla gegn bylting-
um, en halda dymnum opnum fyrir bandarískum fjárfestingum og að
tryggja þeim hagstæð skilyrði. Viðleitni umbótasinna til að bæta kjör
fátækra og kúgaðra og þar með örva óháð verkalýðsfélög til starfa, er
hinum hagstæðu fjárfestingarskilyrðum ekki til framdráttar. Umbótastefna
þýðir „óstöðugleiki“ og verkföll; en Business Week segir um Brasilíu (13.
desember 1976): „Athafnamönnum mun enn sem fyrr þykja Brasilía ákjós-
anlegur staður til að festa fé sitt; herstjórnin er föst í sessi og vinnufriður
er stöðugur.“ Ekki er heldur sjálft lýðræðið hinum hagstæðu fjárfestingar-
skilyrðum til framdráttar. Þannig sagði Edward A. Jesser jr., bankastjóri
United Jersey Bank í ræðu hjá Sambandi amerískra bankamanna: „Það
er hægt að taka skjótar og árangursríkar ákvarðanir á tiltölulega stuttum
tíma í landi eins og Brasilíu, borið saman við örðugleikana að ná sam-
komulagi um aðgerðir þar sem lýðræði ríkir.“8 Svo mörg orð um lýðræði.
Sjónarmið fjármálaheimsins komu nýlega skýrt fram í tíu síðna grein
í Business Week (9. ágúst 1976) undir fyrirsögninni „Straumhvörf:
Rómanska Ameríka opnar aftur fyrir erlendum fjárfestingum.“ Höfund-
arnir eru í sjöunda himni yfir hinni nýju þróun. Greinin er öll skreytt
65
TMM ó