Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 83
Bandaríkin og mannréttindi í þriðja heiminum fasistastjórn Donald Reid Cabral yrði leyst af hólmi af Stjórnarskrárflokki Juan Bosch, sem herinn hafði steypt með valdaráni árið 1963 án þess að Bandaríkin sæju ástæðu til að grípa í taumana til að bjarga honum og hinni skammlífu tilraun hans til lýðræðislegs stjórnarfars. Theodore Draper og fleiri hafa lýst því á sannfærandi hátt að afbatanir Lyndon Johnson og talsmanna hans, sem staðhæfðu að kommúnisminn væri yfirvofandi, hefði aðeins verið hræsni og skálkaskjól þeirra sem kusu fremur fasisma en óáreiðanlega og miður stýranlega stjórn lýðræðissinnaðra umbótamanna.11 Innrásin 1965 endurnýjaði hin sterku tök Bandaríkjanna á eynni. Eða eins og Bosch komst að orði í júní 1975: „Þetta land er ekki bandarísk-sinnað, það er bandarískt, það er eign Bandaríkjanna.“12 Hver hafa þá verið megineinkennin á hinni dóminísku fyrirmynd um þróun í þriðja heim- inum, eins og hún lítur út í landi sem hefur verið undir nánu eftirliti og stjórnun Bandaríkjanna? Fyrsta einkennið eru víðtæk og kerfisbundin hryðjuverk. I Dóminíska lýðveldinu, Guatemala og Brasilíu, þrem löndum, þar sem fasískir skjól- stæðingar komust til valda með óduldum stuðningi Bandaríkjanna, komu morðsveitir fljótlega fram á sjónarsviðið. Þær hafa heraga innbyrðis og af einhverri tilviljun komu þær fram í öllum löndunum þremur og tóku að hamast gegn skoðanaandstæðingum, gegn smábófum og hverjum sem var. Amnesty International segir í skýrslu um Dóminíska lýðveldið: „Arið 1970 var fullyrt að á hverjum 34 klukkutímum dæi eða „hyrfi“ einn maður.“ I júlí 1971 komst Norman Gall að þeirri niðurstöðu að á tímabilinu eftir 1965 hefði fjöldi pólitískra morða í Dóminíska lýðveldinu farið fram úr því sem var á nokkrum öðrum sambærilegum tíma í valdatíð Trujillo. Ennfremur segir Gall: „Dagblaðið El Nacional í Santo Domingo fyllti þann 30. desember sl. eina og hálfa prentaða síðu með ýtarlegri frásögn af 186 pólitískum morðum og 30 mannshvörfum á árinu 1970. Hryðju- verkunum í Dóminíska lýðveldinu svipar til pólitísku morðöldunnar í Guatemala núna ... að því leyti að hinar hernaðarkenndu morðsveitir eru skipulagðar af her og lögreglu, sem í báðum löndum hafa um árabil fengið mikið magn af vopnum og notið ríkulegrar hernaðarráðgjafar bandaríkja- manna.“ Gall gat þess einnig að eitt meginmarkmið hermdarverkanna í Dóminíska lýðveldinu væri að halda íbúum fátækrahverfanna í skefjum, en þeir voru skæðustu andstæðingar dóminíska hersins í byltingunni árið 1965.“13 Wall Street Journal sagði 9. september 1971: „Hinir íhaldssömu ka- 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.