Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 84
Tímarit Máls og menningar þólsku kirkjuleiðtogar hafa fordæmt það að hryðjuverk skuli vera orðin þáttur hins þjóðfélagslega skipulags.“ Blaðið kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að það sé útbreidd skoðun í Dóminíska lýðveldinu að Banda- ríkin standi á bak við morðsveitirnar. Um sannleiksgildi þess áburðar sagði blaðið: „Sendiráðið hefur ekki gert neitt opinberlega til að firra sig ábyrgð á hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkin halda áfram að veita dóminíska hern- um og lögreglunni mikilvæga aðstoð, þjálfun, búnað og vopn.“ Manndrápum hefur fækkað nokkuð síðan 1971, en pólitísk morð halda áfram. 7. mars 1975 var Orlando Martinez, blaðamaður og stjórnargagn- rýnandi, skotinn til bana nálægt heimili sínu. Fangelsanir og pyntingar á pólitískum föngum gegna áfram því hlutverki að halda stöðugleikanum við. Og sömu áhrif hefur stöðugur straumur stjórnarandstæðinga út úr landinu, manna sem lifað hafa morðsveitirnar af og gefist upp í baráttunni gegn hinu fjarstýrða lögregluríki. I mannréttindaskýrslu til Fulltrúadeildarinnar í mars 1977 lætur banda- ríska utanríkismálaráðuneytið þess rétt aðeins getið að „Dóminíska lýð- veldið á sér enga stjórnarfarslega lýðræðishefð.“ Skýrslan hverfur um- svifalaust frá því að ræða tíma Trujillos, sem „skildi eftir sig arfleifð grimmdar og fyrirlitningar á mannréttindum“, til þess að ræða „núgild- andi stjórnarskrá frá 1966“, en samkvæmt henni „ríkir í Dóminíska lýð- veldinu þingbundið lýðræði“. Ekki stakt orð um innrás bandaríkjamanna 1965 og afleiðingar hennar. Það voru framin mannréttindabrot á sjötta áratugnum og nokkuð fram á þann sjöunda, og enn er viðurkennt í skýrsl- unni: „Yfirleitt er borin virðing fyrir réttinum til lífs, frelsi og öryggi einstaklingsins í Dóminíska lýðveldinu, nema þegar um fólk er að ræða sem grunað er um hryðjuverk eða tilraun til að steypa stjórninni með valdi. í slíkum tilvikum er réttur hinna handteknu ekki alltaf virtur.“ En fleira er uppi á teningnum: „Margvíslegum stjórnmálaflokkum og hópum er leyft að halda fundi, samkomur og hópgöngur." Skýrslugerðarmönnum hefur láðst að ræða hversu „margvíslegum" flokkum og skoðunum er leyft að koma fram, og hvað verður um þá sem njóta ekki fullra mann- réttinda. Ekki er heldur skýrt frá hlutverki Bandaríkjanna á dögum Tru- jillos, Boschs, Cabrals né eftir 1965, er hörmulegustu mannréttindabrot hafa haldið áfram. Annað einkennið við dóminísku fyrirmyndina er útbreidd spilling. 6. júní 1975 skrifar Alan Riding í New York Times: „Óstjórnleg spilling meðal borgaralegra og hernaðarlegra yfirvalda veldur sívaxandi biturleika 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.