Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 85
Bandaríkin og mannréttindi í þriðja beiminum
meðal almennings í borgum, en launum hefur verið haldið niðri þrátt
fyrir öra verðbólgu síðan 1966.“ Her og lögregla í þessu leppríki eru stór
og vel fyrir þeim séð. Alan Riding nefnir eina aðferð sem Balaguer beitir
til að halda völdum: „að leyfa háttsettari herforingjum að safna auði fyrir
opnum tjöldum. Með 700 dollara í opinber mánaðarlaun búa flestir hinna
37 hershöfðingja í geysistórum nýtísku húsum, aka lúxusbílum og eiga
nautabú.“
I nýlegri skýrslu Philip Morris fyrirtækisins til öryggis- og viðskipta-
nefndar kemur fram: (1) 16000 dollara greiðsla til dóminískra skattayfir-
valda fyrir hagstæða skattastjórnun; (2) 120000 doliara greiðsla til ýmissa
dóminískra löggjafaraðila til að koma á löggjöf er veitti Philip Morris
forréttindaaðstöðu í tóbakssölunni; og (3) 1000 dollara mánaðargreiðsla
til Balaguers sjálfs. Að forseti ríkis, sem að sögn er sjálfstætt, skuli þiggja
mútur frá erlendu einkafyrirtæki, ætti að vera stórfrétt, en því var enginn
gaumur gefinn í Bandaríkjunum. Bandarísk fyrirtæki smnda viðskipti sín
ekki aðeins með mútum, heldur með beinum launagreiðslum til fólks í
lykilstöðum og með persónulegum og fjárhagslegum tengslum við ráða-
menn. Þannig var bróðir hins þýðingarmikla ferðamálastjóra ríkisins gerð-
ur að varaforseta hjá dótmrfyrirtæki Gulf & Western í sykurframleiðsl-
unni í Dóminíska lýðveldinu.
Gulf & Western hafa komið sér upp „ferðamannaparadís“ á baðströnd-
inni við La Romana. Hugsanlegur keppinaumr þeirra, M. Wayne Fuller,
varð fyrir stöðugri áreitni frá Ferðamálaráðinu, t. d. við innflutning á vistum
og við að fá þær skattaívilnanir, sem erlendum fyrirtækjum er lofað. I apríl
1975 undirritaði ríkisstjórnin tilskipun, þar sem strandeignir Fullers vom
þjóðnýttar — í þeim tilgangi að gera þar þjóðgarð. Að öllum líkindum
tókst að koma þessu í kring í og með vegna þess að forseti annars dótmr-
fyrirtækis G & W var ráðunautur skemmtigarðanefndar Dóminíska lýð-
veldisins. Þessi tilskipun var dregin til baka þegar Fuller setti sitt lið í
gang, þar á meðal ýmsa yfirmenn í hernum og Balaguer sjálfan.14 I
smtm máli: erlendir hagsmunaaðilar verða ákaflega valdamiklir með því
að koma sér í mjúkinn hjá valdaklíkum og kaupa hylli þeirra, og í sam-
einingu ráða þeir síðan yfir og arðræna þetta undirokaða land.
Þriðja einkenni dóminísku fyrirmyndarinnar er að allar aðstæður fyrir
erlenda fjárfestingu hafa verið gerðar ennþá meira aðlaðandi og innlend
þróun er orðin mjög háð erlendu fjármagni. Hér, eins og í Grikklandi
herforingjanna 1967—1973, hefur verið lögð mikil áhersla á ferðamanna-
71