Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 85
Bandaríkin og mannréttindi í þriðja beiminum meðal almennings í borgum, en launum hefur verið haldið niðri þrátt fyrir öra verðbólgu síðan 1966.“ Her og lögregla í þessu leppríki eru stór og vel fyrir þeim séð. Alan Riding nefnir eina aðferð sem Balaguer beitir til að halda völdum: „að leyfa háttsettari herforingjum að safna auði fyrir opnum tjöldum. Með 700 dollara í opinber mánaðarlaun búa flestir hinna 37 hershöfðingja í geysistórum nýtísku húsum, aka lúxusbílum og eiga nautabú.“ I nýlegri skýrslu Philip Morris fyrirtækisins til öryggis- og viðskipta- nefndar kemur fram: (1) 16000 dollara greiðsla til dóminískra skattayfir- valda fyrir hagstæða skattastjórnun; (2) 120000 doliara greiðsla til ýmissa dóminískra löggjafaraðila til að koma á löggjöf er veitti Philip Morris forréttindaaðstöðu í tóbakssölunni; og (3) 1000 dollara mánaðargreiðsla til Balaguers sjálfs. Að forseti ríkis, sem að sögn er sjálfstætt, skuli þiggja mútur frá erlendu einkafyrirtæki, ætti að vera stórfrétt, en því var enginn gaumur gefinn í Bandaríkjunum. Bandarísk fyrirtæki smnda viðskipti sín ekki aðeins með mútum, heldur með beinum launagreiðslum til fólks í lykilstöðum og með persónulegum og fjárhagslegum tengslum við ráða- menn. Þannig var bróðir hins þýðingarmikla ferðamálastjóra ríkisins gerð- ur að varaforseta hjá dótmrfyrirtæki Gulf & Western í sykurframleiðsl- unni í Dóminíska lýðveldinu. Gulf & Western hafa komið sér upp „ferðamannaparadís“ á baðströnd- inni við La Romana. Hugsanlegur keppinaumr þeirra, M. Wayne Fuller, varð fyrir stöðugri áreitni frá Ferðamálaráðinu, t. d. við innflutning á vistum og við að fá þær skattaívilnanir, sem erlendum fyrirtækjum er lofað. I apríl 1975 undirritaði ríkisstjórnin tilskipun, þar sem strandeignir Fullers vom þjóðnýttar — í þeim tilgangi að gera þar þjóðgarð. Að öllum líkindum tókst að koma þessu í kring í og með vegna þess að forseti annars dótmr- fyrirtækis G & W var ráðunautur skemmtigarðanefndar Dóminíska lýð- veldisins. Þessi tilskipun var dregin til baka þegar Fuller setti sitt lið í gang, þar á meðal ýmsa yfirmenn í hernum og Balaguer sjálfan.14 I smtm máli: erlendir hagsmunaaðilar verða ákaflega valdamiklir með því að koma sér í mjúkinn hjá valdaklíkum og kaupa hylli þeirra, og í sam- einingu ráða þeir síðan yfir og arðræna þetta undirokaða land. Þriðja einkenni dóminísku fyrirmyndarinnar er að allar aðstæður fyrir erlenda fjárfestingu hafa verið gerðar ennþá meira aðlaðandi og innlend þróun er orðin mjög háð erlendu fjármagni. Hér, eins og í Grikklandi herforingjanna 1967—1973, hefur verið lögð mikil áhersla á ferðamanna- 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.