Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 87
Bandaríkin og mannréttindi í þriðja heiminum iðnverkamanna við ferrónikkelverksmiðju í erlendri eigu á síðastliðnu ári, sendi hr. Balaguer herinn á vettvang til að aðstoða við að koma hlutunum í rétt horf. Meðan hermennirnir héldu uppi reglu, ráku forráðamenn fyrir- tækisins 32 menn, sem sagt var að væru vinstri sinnaðir leiðtogar... Verk- fallinu var hrundið á 8 dögum.“ Mannréttindaskýrsla bandaríska utanríkis- ráðuneytisins inniheldur eftirfarandi „upplýsingar“ um verkalýðssamtök: „Verkalýðssamtökum er leyft að starfa og eru allmörg starfandi, þar á meðal nokkur sem tengd eru stjórnarandstöðuflokkum, en eru þó að hluta undir eftirliti yfirvalda.“ Þetta er allt og sumt. Við að ná tangarhaldi á verkalýðssamtökunum og gera þau auðsveip hefur dóminíska stjórnarforystan notið mikils stuðnings frá bandarísku verkalýðssamsteypunni AFL-CIO, sem hefur löngum haft náið samstarf með CIA og ýmsum fjölþjóðafyrirtækjum við þetta ógeðslega verkefni. Og það er staðreynd, að armur þeirra, CONATRAL, hjálpaði til við að fella hina verkalýðssinnuðu stjórn Juan Bosch árið 1963 og hefur æ síðan smtt einræðissinnaða arftaka hans. Líklega hefur blint hatur George Meany og samstarfsmanna hans á kommúnisma og yfirleitt allri róttækni leitt þá út í það að fórna kerfisbundið hagsmunum verkalýðsins í Dóminíska lýðveldinu og öðrum leppríkjum Bandaríkjanna. Þeir Meany og næstráðandi hans, Lane Kirkland; Alexander Barkan, sem er forseti COPE, stjórnmála- deildar AFL-CIO, og Edward J. Carlough, forseti sambands málmiðnaðar- manna, eiga allir hlutabréf í hinni 15000 ekra ferðamannanýlendu og plantekru Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Til þess að undirbúa jarð- veginn fyrir þetta fyrirtæki hinna fögru og ríku var herinn látinn hrekja burtu mikinn fjölda óboðinna landseta.15 Fimmta einkenni dóminísku fyrirmyndarinnar leiðir af hinu fjórða hér á undan, en það er að lífskjör alls þorra almennings hafa versnað til muna. Til að þjóna hagsmunum hefðbundinna og hálfútlendra forystuafla hefur Dóminíska lýðveldinu verið breytt í paradís fyrir ferðamenn og iðnað með „25 centa lágmarkslaunum á tímann og vinnusömu og auðsveipu vinnu- afli“ og með fjögur skattfrjáls landsvæði „þéttsetin iðnverkafólki sem framleiðir bursta, brjóstahöld, rafhlöður, rafmagnstæki, hárkollur, nærföt, varahluti og neysluvörur“.lc Wall Street Journal segir þann 9. september 1971 á eftirfarandi hátt, hvaða áhrif gagnbyltingin 1965 hefur haft á tekjudreifingu og almenn lífskjör: Miðstéttir og hærri stéttir búa við þægileg efni, meðan láglaunastéttirnar mega 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.