Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 89
Bandaríkin og mannréttindi í þriðja heiminum
ferð til að „flýta þéttbýlismyndun" —, morðsveitirnar og herforingja-
stjórnirnar og talsmenn og verjendur þeirra í fjölmiðlum og háskólastofn-
unum, enn einu sinni ákafan áhuga á mannréttindum — en nú nær ein-
göngu í Sovétríkjunum og löndum vinveittum þeim. Anthony Lewis
skýrir þessa greinilegu pólskekkju sem afleiðingu þess að „þeim einstakl-
ingum sem fyrir þessu verða svipar nógu mikið til okkar til þess að við
finnum til með þeim — og vegna þess að frásagnir þeirra eru oft líkastar
martröð". Má vera að það sé sannleikskorn í því sem um svipmótið segir,
en hinar endalausu þjáningar smábænda og íbúa fátækrahverfa draga
sjaldan að sér meiri athygli forréttindahópanna en að menn skelli í góm
eða geri orð á grimmd örlaganna. Samt er erfitt að koma þessu heim og
saman; ekki „svipaði“ Chiang Kai-shek sérstaklega mikið til okkar, en við
áttum ekki í neinum erfiðleikum með að „finna til með honum“, eða svo
virðist a. m. k., eftir aðgerðum hinna lýðræðislegu yfirvalda okkar að
dæma. Meðal hinna fjölmörgu myrtu og pyntuðu menntamanna í Uruguay,
Argentínu og Chile eru margir, sem „svipar“ miklu meira til amerískra
rithöfunda en Solzhenitsyn og Sakharov, en ekki fá þeirra meiddu líkamir
aðgang að síðum stórblaðanna. Endalaust mætti bæta við lista lýsinga sem
eru „líkastar martröð" með því að skyggnast um til dæmis í Indónesíu og
á Austur-Timor, ef einhver sá, sem aðgang hefur að fjölmiðlum, hefur
áhuga. Hvarvetna í Indókína deyr fólk úr hungri, af sjúkdómum og
ósprungnum sprengjum, sem eru aðeins brot af því erfðagóssi sem ame-
ríska stríðið skildi eftir. En hinir nýju málsvarar mannréttindanna hafa
ekki áhuga á því. I blöðunum er ekki einu sinni tæpt á mótmælum þegar
forsetinn tilkynnir að við skuldum þjóðinni í Víetnam ekki neitt og séum
ekki á nokkurn hátt skuldbundin til að byggja upp afmr það sem við eyði-
lögðum, vegna þess að eyðileggingin hafi verið „gagnkvæm", hvorki
meira né minna. Og jafnvel þeir blaðamenn, sem gerðust andvígir stríð-
inu á síðari stigum þess eftir að skynsamari heimsvaldasinnar höfðu gert
sér grein fyrir því að leikurinn var ekki til neins, hneykslast á því að nokk-
ur maður skuli láta sér detta í hug að tala um „bætur“ fyrir það sem
Bandaríkin gerðu á hlut Indókína. Ekki mótmæla þeir heldur þegar
Bandaríkin neita löndum um efnahagsaðstoð samkvæmt áætluninni „Fæða
til friðar“ jafnvel fyrir það eitt að versla við Víetnam. Nýja siðahyggjan er
heimsvaldapólitík, hefndarhyggja.
Önnur skýring, og um leið vörn fyrir því hve mikil einbeiting er að
mannréttindum austan Elbu, er sú að það sé vandasamt og hættulegt að
75