Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 90
Tímarit Máls og menningar
gagnrýna vinveitt ríki. Það er hvorki vandasamt né hættulegt að úthúða
fjanda sínum, en málin horfa öðru vísi þegar við lámm í Ijós vanþóknun
á bandamönnum og skjólstæðingum. Við grófum undan lýðræðisstjórn
Allende í Chile, en ekki fasistastjórn Pinochet; þvert á móti, hin síðar-
nefnda verðskuldar kærleiksríkan stuðning okkar. Sannleikskorn er fólgið
í þessari skýringu, en samt er hún villandi í meginatriðum. Hún tekur ekki
tillit til þeirrar spurningar, af hverju þessar litlu harðstjórnir eru sprottnar,
og' ekki heldur til þess hvers vegna svona margir af skjólstæðingunum,
sem við veljum okkur, eru mútuþægir og gefnir fyrir pyntingar. Hún gerir
ekki skil þeirri staðreynd að við höfum hag af fasisma skjólstæðinganna
— og að ógnarstjórnin gegnir tvíþætm hlutverki: að halda okkar kærasta
forysmhópi við völd og greiða fyrir þeirri pólitík sem er Gulf & Western
að skapi. Hræsni austan-Elbu-mannréttindahreyfingarinnar afhjúpast enn
einu sinni af verndarafstöðu okkar gagnvart ógnarstjórnum sem okkur eru
vinveittar og þeirri staðreynd að stimpli „óstöðugleikans“ er oft klínt á
ríkisstjórnir sem styðjast ekki við hermdarverk. Hversu alvarlega á að taka
mótmæli frá George Meany og Henry Jackson, valdamiklum og háværum
talsmönnum sovéskra mannréttinda, sem annaðhvort loka augunum fyrir
eða taka þátt í hryðjuverkastarfsemi út um allt áhrifasvæði Bandaríkjanna?
Það sem þessir talsmenn frelsis-í-fjarlægð hafa áhuga á eru ekki mann-
réttindi heldur sá hagnaður sem þeir hafa af ósigri slökunarstefnunnar,
hröðun vígbúnaðarkapphlaupsins og uppvakningu kalda stríðsins. Reyndar
gemr þetta leitt af sér aukna þrúgun í þjóðfélögum ríkissósíalismans, sem
eru hinn yfirlýsti óvinur, en menn á borð við Meany og Jackson hafa ekki
miklar áhyggjur af því, eins og ferill þeirra í stuðningi við hryðjuverk og
kúgun innan valdsvæðis Bandaríkjanna sýnir.
Samleið hins ameríska veldis með alvarlegum mannréttindabrornm er
kerfisbundin og stafar ekki af tilviljunum. Þó að ósigurinn í Indókína
hafi verið mjög mikilvægur, leiddi hann ekki til neinna stjórnsýslubreyt-
inga innan Bandaríkjanna. Jafnvel innrætingarkerfið, sem varð fyrir áfalli
þegar ekki var lengur unnt að fela hið morðóða ofbeldi bandarísku árásar-
stefnunnar, var endurreist auðveldlega með smðningi hugmyndafræðilegra
stofnana: Fjölmiðla, starfsliðs háskólanna, skólanna, áhrifamikilla tíma-
rita o. s. frv. Það er einskær rómantík að halda, að við þessar kringum-
stæður geti skyndilegur áhugi á mannréttindum haft einhver markverð
áhrif á utanríkispólitík Bandaríkjanna. Það má vera, að þessi nýi áhugi
sé einlægur af hálfu þeirra einstaklinga sem hafa tileinkað sér hina mannúð-
76