Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 95
Þarna flýgur hún Ella Segið mér, börn, sagði hann, hvað getur rúmlega sextugur karl með of fljóta sjón á báðum augum séð langt fram í tímann — eða eilífðina — hafi sjónin flýtt sér að jafnaði um eina og hálfa sekúndu á klukkustund í tuttugu og fimm ára langri og voðalegri sambúð? Krakkarnir hugsuðu sig um góða stund og héldu Aron geta séð fram að fæðingu nýs Ésúbarns, svo að jól yrðu tvisvar á ári, en þögðu svo ekki yrði heimsendir. En stelpan Kata rauf þögnina og svaraði: Sextugi maðurinn sér lengra en nef hans nær. Hvað miklu lengra? Það er spurningin, sagði Aron. Bara rétt svona fyrir nefbroddinn. Það er nóg, svaraði Kata. Því að hægra augað í honum getur þá séð það sem sjónin á því hefur aldrei áður séð hjálparlaust. Hvað er það? spurði Aron. Vinstri hlið nefsins, svaraði Kata. Ég er ekki þannig maður að vinstra augað þekki ekki það sem hægra augað sér, sagði Aron hugsi. Svar stúlkunnar vakti einhverja skelfingu í brjósti hans. Og þar vakn- aði djúp vorkunnsemi með augunum, vegna þess að þau gátu horft á fjar- lægar stjörnur en var meinað að gægjast yfir hrygg nefsins. Að svo búnu vöknaði honum um augu af einskærri samúð með augunum. Krökkunum fannst öruggt að Aron gæti ekki lengur hamið sjónina eftir að hann fór að bera sérstök gleraugu. Þau smíðaði hann sjálfur úr kúpt- um flöskubotnum. Yfir glerjunum voru einslags regnhlífar. Ég lifði ekki lengi á mínu starfi sæi ég verki lokið löngu áður en ég hef það, vegna einhvers bölvaðs bráðlætis í sjóninni, sagði hann til skýr- ingar. Gleraugun hemja hina hraðfleygu sjón. Aron var kvæntur. Konan hans hét Ella. Hún sat ævinlega í eldhúsinu fyrir ofan verkstæðið í kjallaranum, og fylgdist með hvort Aron væri iðinn við störf sín með því að hún lagði eyrað að trekt. Ella sat á stóln- um, sem Aron hafði fundið upp og smíðað alveg sérstaklega handa henni. Ella var orðin það mikið fjall, að hún komst ekki hjálparlaust um húsið. Ella var ekkert sérstakt átvagl í eðli sínu, heldur var það hugmynd Arons að hún gerði sig ófæra til gangs sökum fitu, svo einhver gæti notað ný- smíðaða stólinn. Húsið var þröskuldalaust vegna hjólastólsins, og þess vegna gnauðuðu jafnan háværir vindar við dyrnar. Krökkunum fannst ekkert verk Arons vera jafn hugvitsamlegt og síma- TMM G 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.