Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 95
Þarna flýgur hún Ella
Segið mér, börn, sagði hann, hvað getur rúmlega sextugur karl með
of fljóta sjón á báðum augum séð langt fram í tímann — eða eilífðina —
hafi sjónin flýtt sér að jafnaði um eina og hálfa sekúndu á klukkustund
í tuttugu og fimm ára langri og voðalegri sambúð?
Krakkarnir hugsuðu sig um góða stund og héldu Aron geta séð fram
að fæðingu nýs Ésúbarns, svo að jól yrðu tvisvar á ári, en þögðu svo ekki
yrði heimsendir. En stelpan Kata rauf þögnina og svaraði:
Sextugi maðurinn sér lengra en nef hans nær.
Hvað miklu lengra? Það er spurningin, sagði Aron.
Bara rétt svona fyrir nefbroddinn. Það er nóg, svaraði Kata. Því að
hægra augað í honum getur þá séð það sem sjónin á því hefur aldrei áður
séð hjálparlaust.
Hvað er það? spurði Aron.
Vinstri hlið nefsins, svaraði Kata.
Ég er ekki þannig maður að vinstra augað þekki ekki það sem hægra
augað sér, sagði Aron hugsi.
Svar stúlkunnar vakti einhverja skelfingu í brjósti hans. Og þar vakn-
aði djúp vorkunnsemi með augunum, vegna þess að þau gátu horft á fjar-
lægar stjörnur en var meinað að gægjast yfir hrygg nefsins. Að svo búnu
vöknaði honum um augu af einskærri samúð með augunum.
Krökkunum fannst öruggt að Aron gæti ekki lengur hamið sjónina eftir
að hann fór að bera sérstök gleraugu. Þau smíðaði hann sjálfur úr kúpt-
um flöskubotnum. Yfir glerjunum voru einslags regnhlífar.
Ég lifði ekki lengi á mínu starfi sæi ég verki lokið löngu áður en ég
hef það, vegna einhvers bölvaðs bráðlætis í sjóninni, sagði hann til skýr-
ingar. Gleraugun hemja hina hraðfleygu sjón.
Aron var kvæntur. Konan hans hét Ella. Hún sat ævinlega í eldhúsinu
fyrir ofan verkstæðið í kjallaranum, og fylgdist með hvort Aron væri
iðinn við störf sín með því að hún lagði eyrað að trekt. Ella sat á stóln-
um, sem Aron hafði fundið upp og smíðað alveg sérstaklega handa henni.
Ella var orðin það mikið fjall, að hún komst ekki hjálparlaust um húsið.
Ella var ekkert sérstakt átvagl í eðli sínu, heldur var það hugmynd Arons
að hún gerði sig ófæra til gangs sökum fitu, svo einhver gæti notað ný-
smíðaða stólinn. Húsið var þröskuldalaust vegna hjólastólsins, og þess
vegna gnauðuðu jafnan háværir vindar við dyrnar.
Krökkunum fannst ekkert verk Arons vera jafn hugvitsamlegt og síma-
TMM G
81