Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 98
Tímarit Máls og menningar annars hugar út í tómið. Strákarnir sáu hvernig hann hugsaði með þremur heilum, og hann tautaði: Þetta er gersamlega tilgangslaust. Konan hittir á öllum tímum naglann á höfuðið, og höggið verður höfðinu að falli. Aron var einstaklega smár maður vexti. Hann var afar kvikur á fæti, en kyrrlátur í sæti, og sat hann löngum hreyfingarlaus. Risi hann á fæmr, greip hann eitthvert eirðarleysi. Það var ekki óáþekkt niðurbældu æði. Aron hafði fitnað annaðhvort af samúð með Ellu, löngun til að smíða sjálfum sér flugstól eða hreinlega af kyrrsetum og krakkalegu tali við krakkana. Og með því hann var stuttstígur að eðlisfari tifaði hann nú fremur en hann gengi. A hárlausu höfðinu óx æxli. Æxlið kallaði hann aukaheilann. Ella var smávaxin, eins og Aron, en eirðarlaus í sæti og algerlega fóta- laus. Fótaferð var henni fortíð. Höfuðið á Ellu vaggaði á holdmiklum herðum, þegar hún hrópaði gremjulega í trektina: Snáfið þið burt, krakkar. Verið ekki að hafa vinnuna af karlinum og vekja í honum apann. Aron deplaði þá augunum eins og hann yrði dálítið undrandi. Hann var einhverra hluta vegna hætmr að taka ofan gleraugun við köll Ellu. Hann lét þau hvíla á enninu. Það var engu líkar en hann vildi helst taka óviðbúinn við því, sem fylgdi hrakyrðum konunnar. Ella skvetti vatni í trektina. Kannski hefur hún haldið ákúrurnar vera of þykkar til þess að komast hjálparlaust niður pípuna, og hún þyrfti því að skola þeim niður með vatni. Oftast bað Aron krakkana að fara, þegar skammir og vatn höfðu sullast þrisvar á vanga hans. Maðurinn fæðist þrisvar, og þrisvar sinnum er hann skírður, og æðsta valdið er heilög þrenning, og ég er með þrjá heila, sagði Aron og benti á hnúskinn á höfðinu. Fyrst fæðist maðurinn æskunni, svo ellinni, en síð- ast dauðanum. Æxlið á höfði Arons var orðið afar stórt, þegar hann fæddist ellinni. Börnin vom þá næstum því steinhætt að heimsækja hann í kjallarann. Vatnið og ávirðingar Ellu höfðu gert næstum að engu álit krakkanna á gamla manninum. Fólk var einnig yfir höfuð hætt að láta aronsera nokk- urn hlut. Ilát og skór komu þannig útlits frá gamla manninum, að hrekk- laust og venjulegt fólk varð hreinlega skelfingu lostið, eins og þegar Aron lóðaði þrjá stúta á kaffikönnu, og það á botn hennar svo hægt væri að renna í þrjá kaffibolla í einu. Gamli maðurinn sat þess vegna venju- 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.