Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 99
Þarna flýgur hún Ella lega iðjulaus við borvélina og beið þess, að skammir og skólp Ellu skol- aðist inn í hægra eyrað á honum. Þá tautaði hann: Ég á margfaldar skammir skilið. Um þessar mundir hafði stríðið skollið á, og herinn var þegar farinn að skilja eftir sig svo háa sorphauga freistandi skrans, að hundrað Arona hefði þurft til að hagnýta það haugsilfur. En Aron leit ekki við lamandi gnægð gersemanna. Hann fylltist minnimáttarkennd andspænis þessum út- lendu auðugu öskuhaugum. Hins vegar var auðsætt, að andi Arons hafði leynst næstum í hverjum manni. Fólk barðist við öskutunnurnar. Allir vildu verða fyrstir til að lyfta loki ruslatunna hersins og hirða dýrðina. Og þegar lokið lyftist frá tunnu, spratt upp úr henni ilmþrunginn fram- andi ævintýraandi, sem alls var megnugur. Hann gerbreytti heilli þjóð. Ævintýrið hafði staðið í tvö þúsund og tvær nætur, þegar Aron dróst upp úr kjallaranum við þungt hljóð flugvéla, sem flugu af hafi og hurfu á bak við fjallið. (Sú líking stendur í mesta helgiriti kristinna manna — en hér verður hún að dúsa innan sviga — að manninum sé líkt farið og leirkerinu. Brotni kerið, verður það aldrei heilt á ný.) Forn rit segja ætíð sannleika, en hann er þar aðeins hálfur, enda er hægt að aronsera líkama mannsins og kerin með lyfjum og lími. Kvöld í mars ætlaði Aron að lyfta Ellu úr stólnum og renna henni í rúmið. Drjúgur tími og hugvit hafði farið í endurbætur og fullkomnun stólsins. Aron hafði smíðað í hann lausan stól, sem líktist kláf, og þar sat Ella á púða. Kláfurinn var svo haganlega gerður, að hægt var að lyfta honum með Ellu og renna yfir fótagafl rúmsins eftir tveimur vírum, sem léku í blökkum yfir höfðalaginu. Þetta kvöld í mars var Ella komin hátt á loft og vaggaðist í kláfnum, þegar flugvél flaug skyndilega með ærandi gný yfir húsið. Aroni varð svo hverft við gnýinn, að hann glopraði vír- spottunum úr höndunum. Við þetta skall Ella á gólfið og lífið rann næst- um í heilu lagi úr munni hennar og fylgdu heitingar og skammir. Okvæðis- orð og vein hrukku upp úr henni um stund, en síðan lá hún á gólfinu líkt og líflaus klessa. Aron fórnaði höndum í fátinu, sem á hann kom, og strauk lófum um hnúðinn, þar sem aukaheilinn starfaði. Um leið var eins og áður lítt þekkt vit kreistist úr líffærinu, og það hvíslaði: Aron, aronseraðu nú það, sem þig hefur lengi langað til að endurbæta. Ella hefur fallið þér til fóta. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.