Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 100
Tímarit Máls og menningar Aron laut niður að konunni og fór um hana höndum. Hann fann að hún var illa brotin á ýmsum stöðum, svo hann ákvað að spengja hana líkt og hún væri sprungin skál. En hann var rétt að hefjast handa, þegar tengda- dóttirin kom til skjalanna, enda hafði hún heyrt dynkinn og datt í hug, að Ella hefði dottið og drepið sig. Hana hafði alltaf grunað að þannig færi. Ella lifði ekki lengi eftir fallið. Holdið hneig af henni svipað bráðnu vaxi, þegar kerti grætur og kveikurinn slokknar að síðustu snarkandi í bráðinu. Þannig leið Ella inn í eilífðina með örlitlum hiksta. Presturinn líkti lífi hennar bæði við brotið leirker og bráðið kerti. Aron hafði verið heimakær maður, en hætti að tolla heima eftir að Ella lést. Hann var á eilífu randi á milli bæja, fólki til leiðinda. Oftast kom hann heim til Kötu, sem var orðin gift kona, og drakk meira kaffi á viku en í hann hafði farið allt lífið. Andlitið varð þrútið og hugurinn svo ör við kaffidrykkjuna, að orð komust nú naumast frá honum óbjöguð. Allt hans tal snerist um Ellu. Ella hefur auðsæilega verið þér einstök hjálparhella. Hún var svo mikið ljós á meðan hún lifði, sagði Kata og kvað ástir gamals fólks geta orðið svo fagrar undir lokin, að sálir þeirra hreinlega sameinist, en þegar dauð- inn stíar sálunum sundur á ný og sendir aðra til himna, þá finnur hulstur hinnar engan stundlegan frið á jörðinni, og vill aka á eftir. Elía ók forðum daga í eldvagni til himna, sagði þá Aron. Athugasemd gamla mannsins kom svo flatt upp á Köm, að hún þagn- aði og hugsaði lengi dags. Og eftir þetta hafði hún auga með karlinum út um gluggann. Brátt varð hún vís, vegna umhyggju sinnar, að Aron hafði fyrir sið að sitja fyrir herflugvélunum, þegar þær flugu af hafi og hurfu handan við fjallið. Karlinn sat á hækjum sér undir grjótgarði, og flygi flugvél yfir spratt hann á fætur og tifaði á eftir henni. En fæmrnir höfðu ekki við vélinni. Gamli maðurinn stóð eftir á melnum, þegar fer- líkið hvarf, og horfði hnugginn og ráðvillmr upp í himininn. Aron hélt lengi uppi þessum einkennilegu háttum, að þreyta kapphlaup við flug- vélar, þangað til Kata veitti honum eftirför einn daginn. Hvers vegna eltir þú flugvélar? spurði hún. Þessi mikla vél flýgur jafnan sömu leið inn í sæluna, svaraði Aron. Hún flýgur auðvitað á völlinn, eins og aðrar vélar, sagði Kata. Það gera flugvélarnar. Þetta var engin flugvél, andmælti gamli maðurinn gremjulega. 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.