Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar
Aron laut niður að konunni og fór um hana höndum. Hann fann að
hún var illa brotin á ýmsum stöðum, svo hann ákvað að spengja hana líkt
og hún væri sprungin skál. En hann var rétt að hefjast handa, þegar tengda-
dóttirin kom til skjalanna, enda hafði hún heyrt dynkinn og datt í hug,
að Ella hefði dottið og drepið sig. Hana hafði alltaf grunað að þannig
færi.
Ella lifði ekki lengi eftir fallið. Holdið hneig af henni svipað bráðnu
vaxi, þegar kerti grætur og kveikurinn slokknar að síðustu snarkandi í
bráðinu. Þannig leið Ella inn í eilífðina með örlitlum hiksta. Presturinn
líkti lífi hennar bæði við brotið leirker og bráðið kerti.
Aron hafði verið heimakær maður, en hætti að tolla heima eftir að
Ella lést. Hann var á eilífu randi á milli bæja, fólki til leiðinda. Oftast
kom hann heim til Kötu, sem var orðin gift kona, og drakk meira kaffi
á viku en í hann hafði farið allt lífið. Andlitið varð þrútið og hugurinn
svo ör við kaffidrykkjuna, að orð komust nú naumast frá honum óbjöguð.
Allt hans tal snerist um Ellu.
Ella hefur auðsæilega verið þér einstök hjálparhella. Hún var svo mikið
ljós á meðan hún lifði, sagði Kata og kvað ástir gamals fólks geta orðið
svo fagrar undir lokin, að sálir þeirra hreinlega sameinist, en þegar dauð-
inn stíar sálunum sundur á ný og sendir aðra til himna, þá finnur hulstur
hinnar engan stundlegan frið á jörðinni, og vill aka á eftir.
Elía ók forðum daga í eldvagni til himna, sagði þá Aron.
Athugasemd gamla mannsins kom svo flatt upp á Köm, að hún þagn-
aði og hugsaði lengi dags. Og eftir þetta hafði hún auga með karlinum
út um gluggann. Brátt varð hún vís, vegna umhyggju sinnar, að Aron
hafði fyrir sið að sitja fyrir herflugvélunum, þegar þær flugu af hafi og
hurfu handan við fjallið. Karlinn sat á hækjum sér undir grjótgarði, og
flygi flugvél yfir spratt hann á fætur og tifaði á eftir henni. En fæmrnir
höfðu ekki við vélinni. Gamli maðurinn stóð eftir á melnum, þegar fer-
líkið hvarf, og horfði hnugginn og ráðvillmr upp í himininn. Aron hélt
lengi uppi þessum einkennilegu háttum, að þreyta kapphlaup við flug-
vélar, þangað til Kata veitti honum eftirför einn daginn.
Hvers vegna eltir þú flugvélar? spurði hún.
Þessi mikla vél flýgur jafnan sömu leið inn í sæluna, svaraði Aron.
Hún flýgur auðvitað á völlinn, eins og aðrar vélar, sagði Kata. Það gera
flugvélarnar.
Þetta var engin flugvél, andmælti gamli maðurinn gremjulega.
86